Smári Valtýr Sæbjörnsson
César Ritz flytur yfir til Opna háskólans | Breytingar í Hótel og matvælaskólanum í haust
Með haustinu mun hótelnámið César Ritz Colleges flytja yfir til Opna háskólans, en námið hefur verið kennt í Hótel og matvælaskólanum í MK síðastliðin ár.
Við byrjum með nýja grunndeild „Grunndeild matvæla- og ferðagreina“ sem er hugsuð fyrir nemendur á aldrinum 16 til 20 ára. Við erum líka með nýja útgáfu af matsveina/matartæknanámi en nú er það nám kennt saman og útskrifast matsveinar eftir tvær annir en matartæknar eru önn lengur,
sagði Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms í Hótel og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um breytingarnar í skólanum næstkomandi haust.

Mikil aukning hefur orðið í framreiðslu náminu, en 13 framreiðslumenn útskrifuðust nú í maí. Hér afhendir Margrét Friðriksdóttir skólameistari burtfaraskírteini.
Nú í maí fóru fram skólaslit og brautskráning í Hótel og matvælaskólanum við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju í Kópavogi.
Þá útskrifuðust 8 bakarar, 13 framreiðslumenn og 22 í matreiðslu og 3 úr hótelstjórnunarnámi César Ritz. Að auki útskrifuðust 21 úr meistaranámi og 5 úr iðnstúdentsnámi en það er námsmöguleiki fyrir þá sem lokið hafa iðnnámi að sækja sér stúdentsnám.

Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Mynd: kornax.is
Nýsveinninn Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi frá Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?