Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

César Ritz flytur yfir til Opna háskólans | Breytingar í Hótel og matvælaskólanum í haust

Birting:

þann

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi

Baldur Sæmundsson

Baldur Sæmundsson

Með haustinu mun hótelnámið César Ritz Colleges flytja yfir til Opna háskólans, en námið hefur verið kennt í Hótel og matvælaskólanum í MK síðastliðin ár.

Við byrjum með nýja grunndeild „Grunndeild matvæla- og ferðagreina“ sem er hugsuð fyrir nemendur á aldrinum 16 til 20 ára. Við erum líka með nýja útgáfu af matsveina/matartæknanámi en nú er það nám kennt saman og útskrifast matsveinar eftir tvær annir en matartæknar eru önn lengur,

sagði Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms í Hótel og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um breytingarnar í skólanum næstkomandi haust.

Framreiðslumenn

Mikil aukning hefur orðið í framreiðslu náminu, en 13 framreiðslumenn útskrifuðust nú í maí. Hér afhendir Margrét Friðriksdóttir skólameistari burtfaraskírteini.

Nú í maí fóru fram skólaslit og brautskráning í Hótel og matvælaskólanum við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju í Kópavogi.

Þá útskrifuðust 8 bakarar, 13 framreiðslumenn og 22 í matreiðslu og 3 úr hótelstjórnunarnámi César Ritz. Að auki útskrifuðust 21 úr meistaranámi og 5 úr iðnstúdentsnámi en það er námsmöguleiki fyrir þá sem lokið hafa iðnnámi að sækja sér stúdentsnám.

Íris Björk Óskarsdóttir bakari

Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.
Mynd: kornax.is

Nýsveinninn Íris Björk Óskarsdóttir sem brautskráðist úr bakaraiðn hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi frá Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn.

Við Digraneskirkju í Kópavogi að lokinni útskrift

Við Digraneskirkju í Kópavogi að lokinni útskrift

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið