Uppskriftir
Camenbert-ostabaka og dúfa með kantarellusveppum og trönuberjum
Camenbert-ostabaka
3 smjördeigsplötur
1 camenbert-ostur, skorinn í bita
3 egg
3 dl rjómi
salt og pipar
1 tómatur, saxaður
1 vorlaukur, saxaður
Hitið ofninn í 180°C, fletjið smjördeigið í 24 cm form þannig að botninn sé alveg hulinn og kantarnir til hálfs. Blandið saman eggjunum og rjómanum í skál og bragðbætið með pipar og salti. Skerið camembert-ostinn Í litla bita og blandið saman við eggjablönduna ásamt tómötunum og vorlauknum. Bakið í u.þ.b. 30 mín.
Dúfa með kantarellusveppum og trönuberjum
2 dúfur
40 g þurrkaðir kartarellusveppir
klípa af smjöri
salt og pipar
2 vorlaukar, saxaðir
Úrbeinið dúfuna frá hryggnum þannig að aðeins kjötið og beinin á leggnum sé eftir, sem og vængurinn til hálfs. Hreinsið sveppina og meðhöndlið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Steikið dúfubrjóstin í smjöri í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 2. mín. Takið úr ofninum og látið standa í smástund áður en kjötið er borið fram. Snöggsteikið sveppina í sama smjöri og dúfan var steikt í og skreytið með lauknum.
Sósa
20 fennelfræ
5 msk. Maille-dijon-hunang
4 msk. Bourgogne-hvítvkínsedik
400 ml eplasafi
Myljið fennelfræin og setjið í pot tog ristið örlítið. Bætið við sinnepi, ediki og eplasafa. Blandið öllu vel saman og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Til skrauts
8 stönglar sítrónutímían
160 g trönuber
100 g klettasalat
Notið eftir smekk með bökunni, sveppunum og dúfunni.
Höfundur: Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari.
Til gamans þá er Sveinn Kjartansson og maðurinn hans, Viðar Eggertsson, í skemmtilegu jólaviðtali á heimasíðunni Lifðu núna þar sem þeir ræða um jólahefðir og fleira sem tengist hátíðunum.
Mynd: Pixabay
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






