Vertu memm

Uppskriftir

Camenbert-ostabaka og dúfa með kantarellusveppum og trönuberjum

Birting:

þann

camembert

Camenbert-ostabaka

3 smjördeigsplötur

1 camenbert-ostur, skorinn í bita

3 egg

3 dl rjómi

salt og pipar

1 tómatur, saxaður

1 vorlaukur, saxaður

Hitið ofninn í 180°C, fletjið smjördeigið í 24 cm form þannig að botninn sé alveg hulinn og kantarnir til hálfs. Blandið saman eggjunum og rjómanum í skál og bragðbætið með pipar og salti. Skerið camembert-ostinn Í litla bita og blandið saman við eggjablönduna ásamt tómötunum og vorlauknum. Bakið í u.þ.b. 30 mín.

Dúfa með kantarellusveppum og trönuberjum

2 dúfur

40 g þurrkaðir kartarellusveppir

klípa af smjöri

salt og pipar

2 vorlaukar, saxaðir

Úrbeinið dúfuna frá hryggnum þannig að aðeins kjötið og beinin á leggnum sé eftir, sem og vængurinn til hálfs. Hreinsið sveppina og meðhöndlið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Steikið dúfubrjóstin í smjöri í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 2. mín. Takið úr ofninum og látið standa í smástund áður en kjötið er borið fram. Snöggsteikið sveppina í sama smjöri og dúfan var steikt í og skreytið með lauknum.

Sósa

20 fennelfræ

5 msk. Maille-dijon-hunang

4 msk. Bourgogne-hvítvkínsedik

400 ml eplasafi

Myljið fennelfræin og setjið í pot tog ristið örlítið. Bætið við sinnepi, ediki og eplasafa. Blandið öllu vel saman og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Til skrauts

8 stönglar sítrónutímían

160 g trönuber

100 g klettasalat

Notið eftir smekk með bökunni, sveppunum og dúfunni.

Höfundur: Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari.

Til gamans þá er Sveinn Kjartansson og maðurinn hans, Viðar Eggertsson, í skemmtilegu jólaviðtali á heimasíðunni Lifðu núna þar sem þeir ræða um jólahefðir og fleira sem tengist hátíðunum.

Mynd: Pixabay

 

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið