Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bryggjan opnar – Kaffihús með menningu og stórt hjarta
Í gærmorgun opnaði kaffihúsið Bryggjan niður við höfn, á neðstu hæð Veiðarfæragerðarinnar Krosshúss við Miðgarð 2 í Grindavík. Eigendur eru bræðurnir Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir sem einnig reka veiðarfæragerðina í húsinu og kaffihúsið er nokkurs konar aukabúgrein en engu að síður rekið af fullum krafti.
Óhætt er að segja að ákaflega vel hafi tekist til með hönnun staðarins, utandyra er glæsilegur pallur og innandyra fer ekkert á milli mála að sjávarútvegurinn stendur þeim bræðrum næst, þar inni hangir einnig mynd af John Lennon. Á bryggjunni er boðið upp á heita súpu í hádeginu og ýmis konar meðlæti eins og góðu kaffihúsi sæmir, í hádeginu í gær var t.d. boðið upp á humarsúpu. Kaffihúsið opnar kl. 7 á morgnana eða um leið og veiðarfæragerðin og er opið eitthvað fram á kvöld, eins og Aðalgeir komst að orði.
,,Þetta er allt gert í rólegheitunum, við höfum gert þetta í hjáverkum en Helgi Sæm var okkar smiður. Við fengum líklega einar 50 tillögur að nafni en Bryggjan lá einhvern veginn beint við. Bryggjan er jafnframt undir regnhlífinni Iðunn svarta,“ segir Aðalgeir.
Þegar inn er komið má einnig sjá gítara og segir Aðalgeir að ætlunin sé að skapa menningu á Bryggjunni. Þegar fram líða stundir er ráðgert að píanó verði líka á staðnum og hver sem hefur áhuga á því að spila á gítar eða setjast við flygilinn sé velkomið að taka lagið.
Aðalgeir segir samdráttinn í veiðarfæragerðinni töluverðan þótt ekki séu þeir verkefnalausir. Bryggjan verði byggð skynsamlega upp en þeir geri sér grein fyrir því að þessi rekstur sé ekki auðveldur. Allir séu að sjálfsögðu velkomnir, útsýnið er heldur ekki af verri endanum sjálf höfnin og innsiglingin í Grindavík, lífæð bæjarins.
Það er vefurinn Grindavik.is sem segir frá. Einnig er hægt að skoða fleiri myndir af staðnum með því að smella hér.
Mynd: grindavik.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas