Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem opnar í sumar. Brút verður staðsettur á jarðhæð við pósthússtræti 2, á hótelinu 1919.
Nafnið er vísun í kampavín og svo í húsið. Allar brúttólestirnar sem Eimskipafélagið var að víla og díla með í þessu húsi hér á árum áður.
Rekstraraðilar eru Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason, en þeir eru jafnframt eigendur á Vínstúkunni tíu sopum við Laugaveg 27.
„Tja það er verið að vinna í breytingum á húsnæðinu sem er jarðhæð pósthússtræti 2. Þar sem 1919 hótel er. Stefnt á opnun í sumar. Það verður umfangsmikill vínlisti og skemmtilegheit.“
Sagði Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is
„Nei Vínstúkan heldur auðvitað áfram“
sagði Ólafur aðspurður um Vínstúkuna.
Veitingageirinn.is mun flytja ykkur fréttir af þeim félögum jafnharðan og þau berast.
Brút leitar nú að starfsfólki til að sinna ýmsum störfum og sem er til í að taka þátt í því að koma honum á laggirnar. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á mynd hér að neðan:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla