Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem opnar í sumar. Brút verður staðsettur á jarðhæð við pósthússtræti 2, á hótelinu 1919.
Nafnið er vísun í kampavín og svo í húsið. Allar brúttólestirnar sem Eimskipafélagið var að víla og díla með í þessu húsi hér á árum áður.
Rekstraraðilar eru Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason, en þeir eru jafnframt eigendur á Vínstúkunni tíu sopum við Laugaveg 27.
„Tja það er verið að vinna í breytingum á húsnæðinu sem er jarðhæð pósthússtræti 2. Þar sem 1919 hótel er. Stefnt á opnun í sumar. Það verður umfangsmikill vínlisti og skemmtilegheit.“
Sagði Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is
„Nei Vínstúkan heldur auðvitað áfram“
sagði Ólafur aðspurður um Vínstúkuna.
Veitingageirinn.is mun flytja ykkur fréttir af þeim félögum jafnharðan og þau berast.
Brút leitar nú að starfsfólki til að sinna ýmsum störfum og sem er til í að taka þátt í því að koma honum á laggirnar. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á mynd hér að neðan:
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður