Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur sem opnar í sumar. Brút verður staðsettur á jarðhæð við pósthússtræti 2, á hótelinu 1919.
Nafnið er vísun í kampavín og svo í húsið. Allar brúttólestirnar sem Eimskipafélagið var að víla og díla með í þessu húsi hér á árum áður.
Rekstraraðilar eru Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason, en þeir eru jafnframt eigendur á Vínstúkunni tíu sopum við Laugaveg 27.
„Tja það er verið að vinna í breytingum á húsnæðinu sem er jarðhæð pósthússtræti 2. Þar sem 1919 hótel er. Stefnt á opnun í sumar. Það verður umfangsmikill vínlisti og skemmtilegheit.“
Sagði Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is
„Nei Vínstúkan heldur auðvitað áfram“
sagði Ólafur aðspurður um Vínstúkuna.
Veitingageirinn.is mun flytja ykkur fréttir af þeim félögum jafnharðan og þau berast.
Brút leitar nú að starfsfólki til að sinna ýmsum störfum og sem er til í að taka þátt í því að koma honum á laggirnar. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á mynd hér að neðan:

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir