Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brugghúsið RVK Brewing flytur – Bruggstofan á Snorrabraut lokar

Húsnæðið við Skipholt 33, einnig þekkt sem Vinabær var sett á sölu í apríl 2021. Ásett verð var 290 milljónir króna en húsnæðið er alls 770 fermetrar. Eigendur húnæðisins í dag eru Lumex-feðgar.
Það er nóg um að vera þessa dagana hjá brugghúsinu RVK Brewing Co sem staðsett er við Skipholt 31, en á næstu vikum mun fyrirtækið koma sér fyrir í anddyri Tónabíós þar sem síðast var Vinabær, með stærri og veglegri bruggstofu og bjórbúð með ferskum nýjum dósum í alfaraleið.
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á húsnæðinu, en það var keypt fyrr á þessu ári af þeim Lumex-feðgum:
„Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“
Sagði Ingi Már Helgason, einn nýrra eigenda húsnæðisins í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í mars s.l:
Við þessi tímamót mun Bruggstofan á Snorrabraut loka og er síðasti opnunardagurinn þar á morgun föstudagskvöldið 23. september þar sem allt á seljast undir dúndrandi múík frá DJ Æpíei.
Bruggstofan við Snorrabraut opnaði formlega í fyrra 16. júlí.
Sjá einnig: Stór dagur í dag hjá Bruggstofunni
“Gamla” bruggstofan í Skipholti verður opin þangað til Tónabíó opnar.
Mynd: facebook / RVK Brewing

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.