Uncategorized @is
Breytt staðsetning funda á Hotel Hilton Nordica
Aðalfundurinn verðu á Vox Club, þar sem að Pizza Hut var. Afhending sveinsbréfa og móttaka í tilefni 20 ára afmælis MATVÍS, verða í stóra salnum á fyrstu hæð.
Miðvikudaginn 6 apríl 2016 verður aðalfundur MATVÍS haldin á Hótel Hilton Nordica. Einnig afhendum við þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi í desember og janúar sveinsbréf.
Að lokinni afhendingu sveinsbréfa er boðið til móttöku í tilefni 20 ára afmælis Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Miðvikudaginn 6 apríl 2016 verður aðalfundur MATVÍS haldin á Hótel Hilton Nordica. Einnig afhendum við þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi í desember og janúar sveinsbréf.
Að lokinni afhendingu sveinsbréfa er boðið til móttöku í tilefni 20 ára afmælis Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Dagskráin er svo hljóðandi:
Kl. 15:00 hefst aðalfundur í Vox Club, þar sem að Pizza Hut var með eftirfarandi dagskrá:
- Starfsskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár flutt.
- Lagðir fram ársreikningar áritaðir af löggiltum endurskoðanda og yfirlit yfir sjóði félagsins til samþykktar.
- Lagabreytingar ef fyrir liggja.
- Stjórnar og trúnaðarráðskjör.
- Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna, og tveggja til vara.
- Kosning þriggja manna í fagdeildir hverrar greinar og þriggja til vara.
- Kosning ritstjóra.
- Kosning fulltrúa á ársfund lífeyrissjóðsins Stafa
- Nefndakosningar.
- Önnur mál.
Kl. 17:00 Afhending sveinsbréfa í stóra salnum sem er á 1. hæð
Kl. 17:30 Afmælishóf í stóra salnum sem er á 1. hæð
Björn Thoroddsen leikur létta tónlist og Ari Eldjárn flytur gamanmál
Hvetjum alla til þess að mæta á aðalfundinn og gjarnan bjóða með sér maka á afmælishófið. MATVÍS greiðir niður ferðakostnað félagsmanna utan af landi.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum