Nemendur & nemakeppni
Breytt fyrirkomulag á innritun í meistaranáms matvælagreina og iðnnáms
Breyting er á fyrirkomulagi innritunar í meistaranám matvælagreina og iðnnám baksturs, framreiðslu, kjötiðnaðar og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.
Í samtali við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í Hótel- og matvælaskólanum í MK kom fram að skólinn hefur fengið heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að opna fyrir innritun á haustönn 2020 fyrr en áður hefur verið gert.
Baldur talaði um að um væri að ræða tilraun og er farið í þetta núna til að nemendur sem eru með fjölskyldu eða búa á landsbyggðinni geti skipulagt nám sitt betur og hafi meiri fyrirvara á því hvort þeir komist að í skólanum eða ekki á haustönninni. Baldur sagði ennfremur að með því að ljúka innritun í apríl verði hægt að svara nemendum vegna skólavistar á haustönn í byrjun maí í stað þessa að svör hafa verið að berast nemendum í lok júní.
Að lokum sagði hann að það væri von skólans að þetta muni reynast nemendum og starfsnámsstöðum vel í skipulagningu námsins á haustönninni. Opnað hefur verið fyrir innritun og er áætlað að henni ljúki 20. apríl n.k.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni







