Nemendur & nemakeppni
Breytt fyrirkomulag á innritun í meistaranáms matvælagreina og iðnnáms
Breyting er á fyrirkomulagi innritunar í meistaranám matvælagreina og iðnnám baksturs, framreiðslu, kjötiðnaðar og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum.
Í samtali við Baldur Sæmundsson áfangastjóra í Hótel- og matvælaskólanum í MK kom fram að skólinn hefur fengið heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að opna fyrir innritun á haustönn 2020 fyrr en áður hefur verið gert.
Baldur talaði um að um væri að ræða tilraun og er farið í þetta núna til að nemendur sem eru með fjölskyldu eða búa á landsbyggðinni geti skipulagt nám sitt betur og hafi meiri fyrirvara á því hvort þeir komist að í skólanum eða ekki á haustönninni. Baldur sagði ennfremur að með því að ljúka innritun í apríl verði hægt að svara nemendum vegna skólavistar á haustönn í byrjun maí í stað þessa að svör hafa verið að berast nemendum í lok júní.
Að lokum sagði hann að það væri von skólans að þetta muni reynast nemendum og starfsnámsstöðum vel í skipulagningu námsins á haustönninni. Opnað hefur verið fyrir innritun og er áætlað að henni ljúki 20. apríl n.k.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum