Keppni
Bransapartý af bestu gerð – Allir velkomnir
Úrslitakeppnin í Kokkur ársins 2016 fer fram á morgun laugardaginn 13. febrúar í Flóa í Hörpu milli kl. 15 og 23.
Starfsfólk í veitingabransanum gefst tækifæri á að koma á Smurstöðina í Hörpu og skoða keppnis diskana frá keppendum í Kokkur ársins 2016. Alvöru bransastemning, sælkera pylsur (takmarkað magn), en nóg af bjór á tilboði. Stemningin nær hámarki klukkan 23:00 þegar Kokkur ársins 2016 verður krýndur.
Skrunið niður til að horfa á vídeó
Kokkalandsliðskvöldverðurinn – Örfá sæti laus
Fyrir þá sem vilja njóta frábærrar matarupplifunar, þá eru örfá sæti laus í Kokkalandsliðskvöldverðinn, nánari upplýsingar hér. Miðar seldir á netfanginu chef@chef.is
Öll dagskráin
Um keppnina
Keppnin er með leynikörfu fyrirkomulagi (Mistery basket) þar sem hver keppandi skilar forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Keppendur skila 12 diskum (6 til dómara, 1 í myndatöku, 1 sýningardiskur, 4 í smakk út í sal)
Í dag föstudaginn 12. febrúar klukkan 16:00 fá keppendur 15 mínútur til að skoða körfu svo fá þeir 1 klst til að skila matseðli á ensku á tölvutæku formi. Þegar matseðli hefur verið skilað fá keppendur 30 mínútur til að velja hráefnið í matseðil áður en það verður fjarlægt.
Keppendur hafa 5 klst í undirbúning fram að fyrstu skilum og svo 30 mínútur á milli rétta. Keppendur eru ræstir með 5 mín millibili.
Myndir frá undirbúningi:
Tímalína keppninnar og Kokkalandsliðskvöldverðinum:
13:00 keppendur, dómarar-skipuleggjendur,Stöð 2 mæta í hús.
14:00 keppandi nr 1. fer í eldhús og kemur sér fyrir, keppendur svo ræstir út á 5 mín fresti.
15:00 keppandi nr 1. byrjar keppni, svo ræstir út á 5 mín fresti.
15:00-18:00 opið hús fyrir gesti/almenning að fylgjast með keppninni. KM félagar á staðnum sem gestgjafar viðburðarins og spjalli við gesti og útskýri það sem fer fram.
15:00-18:00 Kokkalandsliðið sýnilegt við vinnu/undirbúning kvöldverðarins frammi í sal.
18:00-19:00 fordrykkur fyrir kvöldverðargesti og KM félagar/kokkar blandist við hóp gesta fyrir framan keppniseldhúsin.
19:00 sest til borðs, veislustjóri Gunnar Hansson tekur sviðið. Björn Bragi forseti KM með stutt ávarp.
19:15 fyrsti réttur af fjórum frá Kokkalandsliðinu (fyrir almenna gesti, réttirnir rúlli áfram til 22:30).
20:00 Fyrsti keppnisréttur til dómara, í allt rúlla 5×3 réttir frá keppendum til 21:20. Keppendur skila 12 diskum (6 til dómara, 1 í myndatöku, 1 sýningardiskur, 4 í smakk út í sal til gesta).
21:20 síðustu skil keppnisdiska.
21:30 -23:00 Skemmtikraftar Gunnar og Matti Matt söngvari halda uppi stemningu á meðan gestir klára dinnerinn.
22:30 eftirréttur frá Kokkalandsliðinu fyrir gesti.
23:00 Verðlaunaafhending- Kokkur ársins krýndur. Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar –og viðskiptaráðherra og Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
Allir 5 keppendur kynntir á svið og myndataka hefst og úrslitin kynnt.
23:10 + formleg dagskrá búin. Matti Matti með tónlistina, opinn bar, góð partýstemming hefst.
01:00 síðustu gestir úr húsi.
Viltu fylgjast með án þess að sitja kvöldverðinn?
Ath allt kvöldið „Chefs Corner“ á Smurstöðinni fyrir veitingabransann sem vilja fylgjast með án þess að sitja kvöldverðinn. Tilboð á mat og drykk. Opinn bar í Flóa frá 22:00 og opið fyrir alla að fylgjast með verðlaunaafhendingu, hvetjum til mætingar og krýna Kokk Ársins fyrir fullu húsi.
Tímaplan keppenda:
Smakkdómarar í úrslitum eru:
- Sven Erik Renaa frá Noregi – Yfirdómari
- Steinn Óskar Sigurðsson
- Jóhannes Steinn Jóhannesson
- Viktor Örn Andrésson
- Einar Geirsson
- Gústav Axel Gunnlaugsson
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Sturla Birgisson
- Elmar Kristjánsson
Eldhúsdómarar í úrslitum eru:
- Bjarki Hilmarsson
- Úlfar Finnbjörnsson
Regluverk og tímataka:
- Þráinn Freyr Vigfússon
- Lárus Gunnar Jónasson
Bransapartý – Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/smurstod/videos/vb.669723609769447/985896968152108/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir: Kokkur ársins
Vídeó: Smurstöðin

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara