Markaðurinn
Bounty grautur
Hér er morgungrautur sem minnir á uppáhalds kókos súkkulaðið Bounty. Uppskriftin er fyrir einn en það er einnig mjög gott að skipta uppskriftinni upp í tvær minni skálar og nota sem eftirrétt.
Innihald fyrir einn:
170 g kókos ísey skyr
2 stk hrískökur / 18 g
1 tsk kókosmjöl 6 g
15 g vanilluprótein (má sleppa)
4 bitar suðusúkkulaði / 18 g
Aðferð
Þú byrjar á því að brjóta hrískökurnar smátt niður í skál og blanda þeim saman við kókos skyrið, kókosmjölið og próteinduftið. Það er ekkert mál að sleppa próteinduftinu, það kemur ekki niður á bragðinu og þú þarft ekki að bæta neinu við í staðinn.
Þú bræðir súkkulaðið varlega og hellir því yfir skálina. Gott að kæla örlítið í ísskáp svo súkkulaðið harðni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé