Vertu memm

Markaðurinn

Bounty grautur

Birting:

þann

Bounty grautur

Hér er morgungrautur sem minnir á uppáhalds kókos súkkulaðið Bounty. Uppskriftin er fyrir einn en það er einnig mjög gott að skipta uppskriftinni upp í tvær minni skálar og nota sem eftirrétt.

Innihald fyrir einn:

170 g kókos ísey skyr

2 stk hrískökur / 18 g

1 tsk kókosmjöl 6 g

15 g vanilluprótein (má sleppa)

4 bitar suðusúkkulaði / 18 g

Aðferð

Þú byrjar á því að brjóta hrískökurnar smátt niður í skál og blanda þeim saman við kókos skyrið, kókosmjölið og próteinduftið. Það er ekkert mál að sleppa próteinduftinu, það kemur ekki niður á bragðinu og þú þarft ekki að bæta neinu við í staðinn.

Þú bræðir súkkulaðið varlega og hellir því yfir skálina. Gott að kæla örlítið í ísskáp svo súkkulaðið harðni.

Bounty grautur

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið