Uppskriftir
Blóðmör og Lifrapylsa – Uppskrift
BLÓÐMÖR
1 lítri blóð
4 dl. vatn
1/2 matsk. salt
400 gr. rúgmjöl
600 gr. haframjöl
750 gr. til 1 kg. mör
Blóðið er sigtað í gegnum fínt sigti. Því næst er vatninu hellt í gegnum sigtið og saltinu blandað saman við blóð-ið, helmingurinn af mörnum settur út í, mjölið hrært saman við og hrært í, þar til það er jafnt.
Þá er mörnum hrært saman við eftir smekk. Rúsínur má setja í hluta af þeim blóðmör, sem borða á nýjan.
Blóðjafningurinn er svo látinn í vambakeppina, sem saumaðir hafa verið saman áður, en skilið eftir op að sjálfsögðu fyrir innihaldið.
Vambakeppirnir eru látnir hálfir af blóðjafning og svo saumað fyrir þá og jafnað vel í þeim.
Keppirnir eru settir ofan í sjóðandi, saltað vatn og soðnir í 2 1/2 til 3 1/2 klukkustund og oft snúið í pottinum.
LIFRARPYLSA
450 gr. lifur
1/2 matsk. salt
100 gr. nýru (2 nýru)
400 gr. mör
3 dl. mjólk
300 gr. rúgmjöl
200 gr. hveiti og hafra-mjöl
Lifrin og nýrun eru þvegin, himnurnar og allt slím tekið af þeim. Skorin í bita og allt saxað í söxunarvél 2—3 sinnum.
Saltinu og mjólkinni hrært vel saman við.
Mjölinu og mörnum er hrært saman við, þar til það er jafnt. Látið í keppi og soðið á sama hátt og blóðmörinn.
Þessar slátur-uppskriftir voru birtar í Alþýðublaðinu árið 1967.
Wikimedia Commons. Slátur. Höfundur myndar er Navaro. Birt undir CC BY-SA 3.0-leyfi.
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?