Uppskriftir
Blóðmör og Lifrapylsa – Uppskrift
BLÓÐMÖR
1 lítri blóð
4 dl. vatn
1/2 matsk. salt
400 gr. rúgmjöl
600 gr. haframjöl
750 gr. til 1 kg. mör
Blóðið er sigtað í gegnum fínt sigti. Því næst er vatninu hellt í gegnum sigtið og saltinu blandað saman við blóð-ið, helmingurinn af mörnum settur út í, mjölið hrært saman við og hrært í, þar til það er jafnt.
Þá er mörnum hrært saman við eftir smekk. Rúsínur má setja í hluta af þeim blóðmör, sem borða á nýjan.
Blóðjafningurinn er svo látinn í vambakeppina, sem saumaðir hafa verið saman áður, en skilið eftir op að sjálfsögðu fyrir innihaldið.
Vambakeppirnir eru látnir hálfir af blóðjafning og svo saumað fyrir þá og jafnað vel í þeim.
Keppirnir eru settir ofan í sjóðandi, saltað vatn og soðnir í 2 1/2 til 3 1/2 klukkustund og oft snúið í pottinum.
LIFRARPYLSA
450 gr. lifur
1/2 matsk. salt
100 gr. nýru (2 nýru)
400 gr. mör
3 dl. mjólk
300 gr. rúgmjöl
200 gr. hveiti og hafra-mjöl
Lifrin og nýrun eru þvegin, himnurnar og allt slím tekið af þeim. Skorin í bita og allt saxað í söxunarvél 2—3 sinnum.
Saltinu og mjólkinni hrært vel saman við.
Mjölinu og mörnum er hrært saman við, þar til það er jafnt. Látið í keppi og soðið á sama hátt og blóðmörinn.
Þessar slátur-uppskriftir voru birtar í Alþýðublaðinu árið 1967.
Wikimedia Commons. Slátur. Höfundur myndar er Navaro. Birt undir CC BY-SA 3.0-leyfi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla