Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Bjórhátíð á Kex: Frábært framtak í bjórmenningu landsins | Úrslit frá keppni brugghúsana

Birting:

þann

Ferskar ostrur frá Frakklandi

Ferskar ostrur frá Frakklandi

Frá 26. febrúar til 1. mars síðastliðinn var haldið á Kex hreint frábær hátíð sem heitir Beer festival. Þar var verið að fagna lögleiðingu bjórsins sem var 1. mars 1989 og því komin 25 ár síðan hann var leyfður.

Þeir Kexverjar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og voru í þetta skipti búnir að bjóða fjölda erlendra bruggara til að koma og kynna sitt efni í bland við íslensku bruggmeistarana. Það voru engin smávegis nöfn í þessum bransa sem mættu á hátíðina. Þar ber helst að nefna bruggara frá To Öl og Mikkeller sem eru einir þeir stærstu í Evrópu um þessar mundir í gerð öðruvísi bjóra, og finnst nær ekkert sem þeir hafa ekki prófað við gerð á góðum bjór. Eins komu nokkrir bruggarar frá Bandaríkjunum og voru þeir með algjörlega frábæra bjóra. En þau brugghús sem kynntu sína bjóra á þessari hátíð voru:

  • Mikkeller
  • To Öl
  • Bone Yard
  • Gigantic
  • Logsdon framhouse Ales
  • Rouge

Auk þess voru næstum öll íslensku brugghúsin með að þessu sinni.

Hátíðinni var skipt niður á milli daga og var mismunandi brugghús að kynna milli daga. Einnig var haldið á fimmtudeginum mjög skemmtilegt og líflegt málþing þar sem bjór var ræddur frá öllum hliðum. Allt frá kaffipörunum yfir í að ræða við bruggmeistarana um brugghús þeirra.

Osso Bucco

Osso Bucco

Meðfram þessu bauð kex einnig upp á sér Bjórhátíðar matseðil sem við fengum að smakka hluta af og er óhætt að segja að maturinn á Kex ber af þegar kemur að Hostelum á landinu og einnig hvað varðar Gastro Pub þá er þessi matur alveg á heimsmælikvarða. Allar paranirnar voru mjög skemmtilegar hjá þeim. Gaman að sjá ferskar ostrur á matseðli og alltaf gleður mitt litla hjarta að sjá Osso Bucco á seðli.

Grillaður saltfiskur

Grillaður saltfiskur

Einnig var haldin keppni á milli allra brugghúsana bæði fyrir bragð og eins framsetningu og skemmtilegustu hugmyndafræðina bakvið bjórinn. Dómnefnd mætti á öll kvöldin og tók þetta út og voru úrslit á þennan veg:

Besti bjórinn:

  • Seizoen Bretta frá Logsdon Farmhouse ale

Annað sæti:

  • Goliat frá To öl

Þriðja sæti:

  • RPM IPA frá Bone Yard

Skemmtilegasta hugmyndafræði bakvið bjór:

  • 20 frá Mikkeller

Skemmtilegasta framsetningin:

  • Borg og Ommnom súkkulaði

Þess má til gamans geta að einn af eigendum Logsdon Farmhouse er Íslendingur að nafni Auðunn Sæberg Einarsson og vann hann lengi vel hér á landi upp á Sögu ásamt á fleiri stöðum. Fræddi hann mig um allt sem við kemur brugghúsinu og það var mjög áhugavert að fræðast um það sem þeir eru að gera. Hann gerir til að mynda handmálaðar myndir sem fara síðan á miðana á flöskunum svo augljóst er að mikil vinna fer í útlitið á hverri flösku.

Skötusels þynnur

Skötusels þynnur

Í heild sinni heppnaðist þessi hátíð frábærlega og gaman var að sjá húsfylli öll kvöldin. Eiga þeir drengir niður á Kex mikið hrós skilið fyrir að halda þessa stóru hátíð og gaman að sjá hversu mikið hún hefur stækkað á þessum fáu árum sem hún hefur verið haldin og verður bara gaman að sjá hvernig þeir ætla að reyna að toppa hana á næsta ári.

Fleiri myndir frá hátíðinni er hægt að skoða á facebook síðu Kex hostel hér.

 

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið