Markaðurinn
Birkir og Fanney úr Ostakjallaranum eru mætt aftur
Ostakjallarinn býður upp á úrval osta sem allir eiga það sameiginlegt að kæta bragðlaukana með óvæntri ánægju í hverjum bita. Fjölskyldan er fjölbreytt og skemmtileg og má þar finna nokkra osta í föstu vöruúrvali og aðra sem koma tímabundið á markað og mögulega bara einu sinni svo það er vissara að fylgjast vel með.
Ostarnir Fanney og Birkir eru mætt aftur í margar af stærri verslunum landsins og mega ostaunnendur búast við að rekast á þau næstu tvo mánuði. Fanney með fennelfræjum og fáfnisgrasi er framandi og forvitnilegur ostur sem býður upp á margslungna upplifun. Keimur af fennel og fáfnisgrasi í bland við mjúka áferð gerir hann ómótstæðilegan. Birkir með mildu reykbragði er áhugaverður ostur sem vekur forvitni bragðlaukanna. Reykt bragðið er milt og smellpassar osturinn því á ostabakkann, pizzuna og í salatið.
Í Ostakjallaranum eru sannkallaðir gæðaostar, hver með sinn einstaka karakter, sem má rekja til þroskaferils þeirra, fjölbreyttra krydda og mismunandi framleiðsluaðferða. Ostakjallarinn er spennandi fyrir ostaunnendur sem elska nýjungar og eru tilbúnir að prófa það sem kemur upp úr kjallaranum hverju sinni. Allir ostar undir þessu vörumerki fá þann tíma sem þeir þurfa til að þroskast og fara ekki á markað fyrr en ostameistararnir gefa þeim grænt ljós.
Leitaðu að ostum frá Ostakjallaranum næst þegar þig langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki