Vertu memm

Uppskriftir

Béarnaise sósa

Birting:

þann

Béarnaise sósa

Innihald:

400 gr smjör

1 eggjarauða

2 msk edik

1 msk estragon

Pinch of salt

Pínu vatn

Aðferð:

1. Bræða smjörið á hálfum hita í potti með skapti.

2. Setja pott með vatni fyrir vatnsbað (skálin verður að passa ofan á pottinn).

3. Eggjarauður, edik, vatn og estragon sett í skál og sett ofan á pottinn með vatninu. Hrært stanslaust þangað til eggin líta út fyrir að vera létt þeyttur rjómi. Mikilvægt er að hafa edikið með í þessu þar sem það hjálpar upp á stability og þykkingu.

4. Blautt viskastykki sett á borð og eggjaskálin sett ofan á. Smjörinu hellt ofan í í jafnri bunu þangað til að ekkert er eftir nema helmingurinn af rjómanum í botninum.

5. Smakka til með salti og ediki.

6. EF sósan skilur þá er ekki öll von úti. Sjóðið upp 1/2dl af rjóma í potti og hellið splittaða bennanum í.

Höfundur: Ágúst Valves Jóhannesson matreiðslumaður

Mynd: wikipedia.org

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið