Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Banna foie gras á Indlandi

Birting:

þann

Foie gras

Indland hefur nú, fyrst allra landa, bannað innflutning á foie gras til landsins. Bannið tók gildi þann 3. júlí síðastliðinn og hefur eflaust talsverð áhrif á franska veitingastaði þar í landi, enda algengur réttur í franskri matargerð, að því er fram kemur á dv.is.

Foie gras er franskt gæðapaté sem er ýmist gert úr gæsa- eða andalifur en aðferðin við að útbúa vöruna hefur löngum verið umdeild enda eru fuglarnir neyddir til að borða stanslaust í um þrjár vikur til að lifrin stækki og fitni nógu mikið.  Bannið í Indlandi var sett í kjölfar kvartana frá bresku dýraverndarsamtökunum Animal Equality og er þetta ekki í fyrsta sinn sem heyrist í dýraverndarsinnum vegna framleiðslu foie gras, en mörgum þykir aðferðin við að fita lifur fuglanna helst til ógeðfelld.

Framleiðsla foie gras er nú þegar bönnuð í löndum á borð við Þýskaland, Ítalíu, England og Ísrael en innflutningur hefur þó aldrei verið bannaður fyrr en nú.

 

Greint frá á dv.is

Mynd: úr safni

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið