Sverrir Halldórsson
Banna foie gras á Indlandi
Indland hefur nú, fyrst allra landa, bannað innflutning á foie gras til landsins. Bannið tók gildi þann 3. júlí síðastliðinn og hefur eflaust talsverð áhrif á franska veitingastaði þar í landi, enda algengur réttur í franskri matargerð, að því er fram kemur á dv.is.
Foie gras er franskt gæðapaté sem er ýmist gert úr gæsa- eða andalifur en aðferðin við að útbúa vöruna hefur löngum verið umdeild enda eru fuglarnir neyddir til að borða stanslaust í um þrjár vikur til að lifrin stækki og fitni nógu mikið. Bannið í Indlandi var sett í kjölfar kvartana frá bresku dýraverndarsamtökunum Animal Equality og er þetta ekki í fyrsta sinn sem heyrist í dýraverndarsinnum vegna framleiðslu foie gras, en mörgum þykir aðferðin við að fita lifur fuglanna helst til ógeðfelld.
Framleiðsla foie gras er nú þegar bönnuð í löndum á borð við Þýskaland, Ítalíu, England og Ísrael en innflutningur hefur þó aldrei verið bannaður fyrr en nú.
Greint frá á dv.is
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí