Sverrir Halldórsson
Banna foie gras á Indlandi
Indland hefur nú, fyrst allra landa, bannað innflutning á foie gras til landsins. Bannið tók gildi þann 3. júlí síðastliðinn og hefur eflaust talsverð áhrif á franska veitingastaði þar í landi, enda algengur réttur í franskri matargerð, að því er fram kemur á dv.is.
Foie gras er franskt gæðapaté sem er ýmist gert úr gæsa- eða andalifur en aðferðin við að útbúa vöruna hefur löngum verið umdeild enda eru fuglarnir neyddir til að borða stanslaust í um þrjár vikur til að lifrin stækki og fitni nógu mikið. Bannið í Indlandi var sett í kjölfar kvartana frá bresku dýraverndarsamtökunum Animal Equality og er þetta ekki í fyrsta sinn sem heyrist í dýraverndarsinnum vegna framleiðslu foie gras, en mörgum þykir aðferðin við að fita lifur fuglanna helst til ógeðfelld.
Framleiðsla foie gras er nú þegar bönnuð í löndum á borð við Þýskaland, Ítalíu, England og Ísrael en innflutningur hefur þó aldrei verið bannaður fyrr en nú.
Greint frá á dv.is
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum