Sverrir Halldórsson
Banna foie gras á Indlandi
Indland hefur nú, fyrst allra landa, bannað innflutning á foie gras til landsins. Bannið tók gildi þann 3. júlí síðastliðinn og hefur eflaust talsverð áhrif á franska veitingastaði þar í landi, enda algengur réttur í franskri matargerð, að því er fram kemur á dv.is.
Foie gras er franskt gæðapaté sem er ýmist gert úr gæsa- eða andalifur en aðferðin við að útbúa vöruna hefur löngum verið umdeild enda eru fuglarnir neyddir til að borða stanslaust í um þrjár vikur til að lifrin stækki og fitni nógu mikið. Bannið í Indlandi var sett í kjölfar kvartana frá bresku dýraverndarsamtökunum Animal Equality og er þetta ekki í fyrsta sinn sem heyrist í dýraverndarsinnum vegna framleiðslu foie gras, en mörgum þykir aðferðin við að fita lifur fuglanna helst til ógeðfelld.
Framleiðsla foie gras er nú þegar bönnuð í löndum á borð við Þýskaland, Ítalíu, England og Ísrael en innflutningur hefur þó aldrei verið bannaður fyrr en nú.
Greint frá á dv.is
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?