Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara

Birting:

þann

Bako Verslunartækni gerist bakhjarl Klúbbs matreiðslumeistara

Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, og Sverrir Viðar Hauksson, forstjóri Bako Verslunartækni, við undirritun samstarfssamnings.

Nýverið var undirritaður bakhjarlssamningur á milli Bako Verslunartækni og Klúbbs matreiðslumeistara. Samningurinn var undirritaður í glæsilegum sýningarsal Bako Verslunartækni að Draghálsi 22, 110 Reykjavík.

Á næstu árum mun Bako Verslunartækni styrkja hina mikilvægu starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara bæði með fjárframlagi og vörustyrk.

,,Við hjá Bako Verslunartækni erum virkilega stolt að því að halda áfram okkar frábæra samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara, ásamt því í leiðinni að efla og stækka samstarfssamninginn enn frekar með því að gerast bakhjarl klúbbsins.

Það er jafnframt mikill heiður að okkar heimsþekkti birgi, Rational sem er stærsti ofnaframleiðandi á heimsvísu mun taka þátt í þessu með okkur með sýnileika Rational vörumerkisins á höttum landsliðsins sem notaðir eru í keppnum og mótum hér heima og erlendis.“

segir Sverrir Viðar Hauksson forstjóri Bako Verslunartækni.

,,Klúbbur matreiðslumeistara er í forsvari fyrir íslenska matarmenningu og framþróun hennar. Það er aðdáunarvert að horfa til þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum hjá íslenska kokkalandsliðinu og matreiðslumeisturum. Öflug og markviss starfsemi klúbbsins er hornsteinn og bakland stéttarinnar.

Við hjá Bako Verslunartækni teljum mikilvægt að leggja Klúbbi matreiðslumeistara lið til að styðja við hið góða starf hans.”

segir Sverrir.

„Fyrir okkur í Klúbbi matreiðslumeistara er mikilvægt að hafa öflugan hóp samstarfsaðila með okkur í liði, það að Bako Verslunartækni bætis í hóp okkar frábæru Bakhjarla hjálpar okkur gríðarlega við að tryggja rekstur Kokkalandsliðanna til framtíðar.“

segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.

Bako Verslunartækni sérhæfir sig í vöruvali, tækjakosti og þjónustu fyrir stóreldhús, mötuneyti, veitingastaði, hótel, verslanir, bakarí, bari og vöruhús.

Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar heildarlausnir bæði staðlaðar og sérsniðnar eftir þörfum viðskiptavina.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið