Markaðurinn
Bako Ísberg fær liðsstyrk – Vilhjálmur Séamus ráðinn sem sölumaður
Vilhjálmur Séamus hefur verið ráðinn sem nýr sölumaður hjá Bako Ísberg.
Vilhjálmur ákvað að læra húsasmíði í menntaskóla en eftir aðeins þrjá mánuði sem þjónn hætti hann fljótlega við húsasmíðina og ákvað að gerast partur af veitingageiranum, þar sem hann fékk að blómstra.
Villi eða ‘’Þessi litli með skeggið’’ eins og margir þekkja hann, er þaulvanur og skemmtilegur þjónn enda hefur hann unnið víða um landið á flottum hótelum og veitingahúsum og safnað mikilli reynslu í bankann.
Vilhjálmur hefur starfað hjá Ion adventure hotel, Vox Restaurant, Ísafold Restaurant, Nítjánda, Sigló Hótel og Fosshótel Reykjavík en á Fosshótel Reykjavík var hann ferðaráðgjafi eða „Concierge“ en tók einnig þátt í jólahlaðborði Haust Restaurant. Eftir þetta gekk hann til liðs við Tower Suites Reykjavík sem Butler þar sem hann kynnist nýrri tegund af þjónustulund.
Vilhjálmur er aðeins 25 ára gamall en segist vera mjög spenntur fyrir nýju stöðunni hjá Bako Ísberg.
Villi verður með símanúmerið 825-6230 og tölvupóst [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






