Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakari með aðdáendaklúbb | Back Journal valdi Bernhöftsbakarí sem bakarí mánaðarins
Þýska bakarablaðið Back Journal valdi Bernhöftsbakarí í september útgáfu sinni bakarí mánaðarins. Fyrirsögnin á greininni er“ Bäcker mit Fanclub“ eða á okkar ylhýra móðurmáli „Bakari með aðdáendaklúbb“.
Back Journal er gefið út í 14.500 eintökum í mánuði hverjum og sent öllum bakaríum og konditorum í þýskalandi. Blaðið sérhæfir sig í umfjöllun um bakarí sem reka fleiri en einn sölustað og eru jafnframt framúrskarandi bakarí. Það má því vissulega segja að menn geti verið stoltir af þessum heiðri því aðeins 12 bakarí eru valin á ári hverju.
Miðað við fjölda bakaría í þýskalandi tæki því ein 1250 ár ef fjalla ætti um þau öll. Í samtali við Veitingageirann sagði Sigurður Már bakara- og konditormeistari hjá Bernhöftsbakarí að alltaf væri gaman að fá jákvæða umföllun. Sigurður gaf lesendum blaðsins uppskrift af íslenska snúðnum, sem er sérkenni okkar Íslendinga og þýskum bökurum þykir afar áhugaverður.
Sigurður var staddur ásamt stórum fjölda af íslenskum bökurum á bakarasýningunni Südback í Stuttgart í síðustu viku, og þar þekktu hann margir eftir umfjöllun blaðsins. Þess má líka geta að Bernhöftsbakarí var valið Konditori mánaðarins í fyrra sumar í blaðinu Café und Konditorei.
Fyrir þá sem eru vel að sér í þýsku, þá er hægt að lesa alla greinina í Back Journal með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr grein í Back Journal.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta