Uppskriftir
Bakaður fiskur með avókadó- og tartarsósu
Hér er uppskrift að bökuðum fiski með stökkri og kryddaðri áferð – með muldum fræjum. Hægt er að nota þorsk eða löngu til dæmis. Avócadosósan fullkomnar réttinn.
Avókadó- og tartarsósa
- 1 þroskaður avókadó
- ¼ bolli (60 ml) majónes
- 2 msk. (30 ml) saxað kóríander
- 1 tsk. (5 ml) rifinn hvítlaukur
- 2 msk. (30 ml) ferskur limesafi
- 1 til 2 msk. (15 til 30 ml) fínt saxað jalapeño eða chili
- Salt
Bakaður fiskur
- 1 msk. (25 g) graskersfræ
- 1/8 tsk. (1 g) chiliduft
- 4 tsk. (2 g) salt
- 1/8 tsk. (1 g) pipar
- 2 msk. (30 ml), um ólífuolía
- 4 hvít fiskflök eða stykki, hver skammtur um 175 g
Aðferð
Taktu avókadókjötið úr með skeið, setjið í skál og blandið með gaffli þar til það hefur fengið rjómalagaða áferð með smáum bitum. Hrærið majónesinu saman við, kóríander, lime-berkinum, lime-safanum og einni matskeið jalapeño eða chili. Smakkaðu til og kryddaðu með salti og meira chili eftir smekk eða eins og þú vilt (en hafðu í huga að bragðið verður sterkara þegar sósan fær að standa í kæli). Setjið plastfilmu yfir og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur, eða í allt að einn dag.
Hitið ofninn í 230 gráður. Hitið ofnhelda pönnu.
Blandið graskersfræjum, chili-dufti, salti og pipar saman í litlu mortéli eða matvinnsluvél – og hakkið saman, þó ekki það mikið að það verði að dufti. Bætið við einni matskeið (15 ml) af olíu og hrærið saman. Bættu meiri olíu við ef þess þarf.
Skolið fiskinn og þerrið. Setjið roðhliðina niður á pönnu. Kryddið með fræ- og kryddblöndunni.
Bakaðu í 7 til 10 mínútur, eða þar til flakið er fallega brúnt og fiskurinn eldaður.
Framreiðið með bökuðu graskeri eða meðlæti að eigin vali.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?