Uppskriftir
Bakaður fiskur með avókadó- og tartarsósu
Hér er uppskrift að bökuðum fiski með stökkri og kryddaðri áferð – með muldum fræjum. Hægt er að nota þorsk eða löngu til dæmis. Avócadosósan fullkomnar réttinn.
Avókadó- og tartarsósa
- 1 þroskaður avókadó
- ¼ bolli (60 ml) majónes
- 2 msk. (30 ml) saxað kóríander
- 1 tsk. (5 ml) rifinn hvítlaukur
- 2 msk. (30 ml) ferskur limesafi
- 1 til 2 msk. (15 til 30 ml) fínt saxað jalapeño eða chili
- Salt
Bakaður fiskur
- 1 msk. (25 g) graskersfræ
- 1/8 tsk. (1 g) chiliduft
- 4 tsk. (2 g) salt
- 1/8 tsk. (1 g) pipar
- 2 msk. (30 ml), um ólífuolía
- 4 hvít fiskflök eða stykki, hver skammtur um 175 g
Aðferð
Taktu avókadókjötið úr með skeið, setjið í skál og blandið með gaffli þar til það hefur fengið rjómalagaða áferð með smáum bitum. Hrærið majónesinu saman við, kóríander, lime-berkinum, lime-safanum og einni matskeið jalapeño eða chili. Smakkaðu til og kryddaðu með salti og meira chili eftir smekk eða eins og þú vilt (en hafðu í huga að bragðið verður sterkara þegar sósan fær að standa í kæli). Setjið plastfilmu yfir og kælið í að minnsta kosti 30 mínútur, eða í allt að einn dag.
Hitið ofninn í 230 gráður. Hitið ofnhelda pönnu.
Blandið graskersfræjum, chili-dufti, salti og pipar saman í litlu mortéli eða matvinnsluvél – og hakkið saman, þó ekki það mikið að það verði að dufti. Bætið við einni matskeið (15 ml) af olíu og hrærið saman. Bættu meiri olíu við ef þess þarf.
Skolið fiskinn og þerrið. Setjið roðhliðina niður á pönnu. Kryddið með fræ- og kryddblöndunni.
Bakaðu í 7 til 10 mínútur, eða þar til flakið er fallega brúnt og fiskurinn eldaður.
Framreiðið með bökuðu graskeri eða meðlæti að eigin vali.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann