Axel Þorsteinsson
Bættu smá bragði af New York í lífið þitt – „..það verður erfitt að toppa þetta kvöld“
Við fengum boð á New York daga á Vox restaurant sem standa yfir um þessar mundir hjá þeim alveg fram á sunnudag. Þar hafa þeir fengið til sín tvo mjög hæfa matreiðslumenn til að töfra fram mjög skemmtilegan matseðil sem hefur allt það besta sem New York hefur upp á að bjóða matarlega séð. Þessir kokkar heita Michael Ginor og Douglas Rodriguez.
Þess má geta að á næstu mánuðum verður boðið upp á svona uppákomur hjá þeim á Vox, það er að segja að fá gestakokka frá einhverjum af þeim áfangastöðum sem Iceland Air flýgur til. Ég hlakka mikið til að sjá hverskonar flugeldasýningar verður boðið upp á.
Kvöldið byrjaði á tveimur hanastélum sem þeir félagar höfðu átt hugmyndir af og voru það:
- Sellerí Mojito – Romm, sellerí sýróp, sellerí safi, mynta, sítróna og sellerístilkur
- Smoked pineapple tequila sour Martini – Tequila, Grand Marnier, reyktur ananassafi, eggjahvíta, angostura, lime safi og reyktur ananas
Báðir voru mjög áhugaverðir og framandi drykkir og brögðuðust hreint frábærlega og sérstaklega þá Mojitoinn, einnig var reykti ananasinn mjög skemmtilegur snúningur.
Því næst tók við 5 rétta veisla sem hljóðaði upp á:
Yndisleg áferð á andalifrinni, ávaxtabrauð ofan á mjög gott. Alls ekki of þungur réttur. Fengum Pino Gris með þessum rétti sem smellpassaði með.

Ceviche
Bleikja og vatnsmelóna
“Choros ala chalaca” kræklingur með maís og tómötum
Skarkoli, sellerí, grape og fáfnisgras
Ostra og ígulkerja ís
Thailenskt sjávarrétta chevice, kókosmjólkur calamari
Leturhumar að hætti Ekvador með avocado
Heill heimur af allskonar brögðum. Frábær bragðsamsetning og hver réttur öðrum skemmtilegri. Gaman að smakka ígulkerjaís en myndi ekki borða mikið af honum. Unun að njóta. Mæli með því að fólk borði með guðs göfflunum til að njóta þessa réttar til fullnustu.

Andar-vefjur á þrjá vegu
Andabringa með chipotle majónesi og bláum maís
Andarconfit með sætri kartöflu og steiktu eggi
Foie gras með léttsteiktu hvítkáli, andarskinku og maís
Þrælskemmtileg útfærsla á götumat, sérstaklega var andalifrin aftur alveg hreint frábær. Bjórinn sem er sérbruggaður fyrir Vox frá Gæðing var fullkominn með þessum margslungna rétti.
Vá!!! Hvar á ég að byrja. Þessi réttur er með þeim betri steikum sem ég hef smakkað. Ísbúinn í spínatinu kom mjög skemmtilega í gegn og sýran í lauknum gerði kraftaverk. Flanið var guðdómlegt.
Þessi réttur var mjög góður og fullkominn endir á frábæru kvöldi, sérstaklega skemmtileg reykta döðlusósan.
Á heildina litið var þetta frábær matur og eina sem ég hefði getað sett út á var stærðin á skömtunum því við rúlluðum alveg hreint út. Finnst mér þetta frábært framtak hjá Icelandair og Vox og lífgar þetta upp á matarflóruna. Eins og ég sagði í upphafi þá hlakka ég verulega til að sjá hvaða galdramenn þeir fljúga með hingað í næsta mánuði, en það verður erfitt að toppa þennan matseðil.
Gengum við sælir og glaðir út í nóttina með bros á vör.
Myndir: Axel
Texti: Hinrik
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.