Smári Valtýr Sæbjörnsson
Áströlsk vín vinsæl hjá kínverjum | Mikil aukning á vínútflutningi og vínferðum
Framtíðin fyrir vínútflutning hjá Ástralíu liggja í kínverska markaðinum, segir Tim Hunt stjórnarmaður Rabobank.
Hunt sagði á ráðstefnu sem haldin var á föstudaginn s.l. í borginni Tanunda í Ástralíu, að 22 prósent af vínútflutningi Ástralíu fór á kínverska markaðinn.
Kínverjar kjósa frekar að versla innflutt vín, sem setur Ástralíu vínin í sterka stöðu.
Á síðustu fimm árum hefur innflutningur til Kína vaxið 10 prósentum á ári og er Kína stærsti áfangastaður austurrískrar vínútflutnings, á meðan Bandaríkin er með 21 prósent og Bretland með 16 prósent.
Hunt sagði að kínverjar neyta einn lítra af víni á ári á mann, samanborið við Ástrala sem neyta 11-12 lítra á mann.
300 % aukning á vínferðum til Ástralíu
Hjá ferðaþjónustu fyrirtækinu AATKings hefur verið mikil aukning á vínferðum frá kína til ástralíu. Á árunum 2015 og 2016 var 300% aukning í kínversku bókunum fyrir vínferðir og 600% aukning á milli 2013 og 2014. Á fyrsta ársfjórðungi 2017 hefur nú þegar verið bókað yfir 231 hópbókanir, sem bendir til að í lok árs verður 2017 jafnvel enn stærri en árið 2016.
Hér má sjá aukninguna á milli ára hjá AATKings:
38 vínferðir árið 2013
242 vínferðir árið 2014
253 vínferðir árið 2015
760 vínferðir árið 2016
„Vinsælar vínferðir er til að mynda að heimsækja víngerðirnar í Hunter Valley og Yarra Valley. Við skipuleggjum einnig ferðir til Barossa, Clare Valley og Coonawarra í Suður-Ástralíu, Tamar Valley í Tasmaníu og Margaret River í Vestur-Ástralíu.“
, segir ATA Kings hjá ferðaþjónustunni.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






