Starfsmannavelta
Árni Helgason ehf. kaupir Kaffi Klöru
„Það er okkar sönn ánægja að tilkynna að búið er að ganga frá sölu á Kaffi Klöru,“
segir í tilkynningu frá veitingastaðnum og gistiheimilinu Kaffi Klöru á Ólafsfirði. Kaffi Klara var sett síðast á sölu í september sl. og var óskað eftir tilboði.
Nýi eigandinn er verktakafyrirtækið Árni Helgason ehf. sem sérhæfir sig í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á Ólafsfirði og víðar og hefur jafnframt verið með rekstur á línubátnum Freymundi ÓF 6 og þyrluflugfélagið HeliAir á Ólafsfirði. Í tilkynningu segir að starfsemin á Kaffi Klöru verður með óbreyttu sniði hjá nýjum eiganda.
Nýr kokkur tekur til starfa
Kaffi Klara hefur verið í eigu þeirra hjóna Bjarna Guðmundssonar og Ida Semey og hefur Ida Semey séð að mestu um alla matseld fram að þessu. Í tilkynningu kemur fram að nýr kokkur mun hefja starf í lok október nk.
Um Kaffi Klöru
Kaffi Klara er til húsa í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði, við Strandgötu 2, sögufrægu húsi í hjarta Ólafsfjarðar sem gert var upp árið 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.
Samtals eru fimm herbergi á gisliheimilinu og eru mismunandi stór. Tvö fjögurra manna herbergi, tvö tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi.
Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús og hefur kaffihúsið leyfi fyrir 40 manns þ.á.m. áfengisleyfi. Lagt hefur áherslu á að nota hráefni úr héraði á matseðli, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið hefur verið upp á rétt dagsins, smurt brauð, bökur, súrdeigspizzur, kökur, tertur og vöfflur ofl.
Eldhús staðarins er í kjallara hússins og er útbúið helstu tækjum og er virkilega góð aðstaða að auki lítið eldhús á efri hæðinni. Nýlega hefur verið settur upp pizzaofn. Mikið er um geymslupláss í kjallara og útbúin hefur verið skrifstofuaðstaða. Þvottaaðstaða fyrir kaffihús og gistihús.
Mynd: facebook / Kaffi Klara
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið