Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ari á Katy’s kreek er að gera góða hluti í Kaliforníu
Strax að loknu námi, en Ari Garðar Georgsson útskrifaðist árið 1977 og nam sín fræði á Hótel Esju, meistari Einar Árnason, lá leiðin til Kaliforníu þar sem hann hefur starfað víða og hin síðari ár verið sinn eigin húsbóndi með rekstur á annars vegar Katy´s Corner og hins vegar á Kathy´s Kreek.
Hefur honum vegnað vel og raðað á staði sína verðlaunum svo sem, katy´s Corner er nr. 6 af 135 veitingastöðum í San Ramon hjá Trip Advisor, og Best of the east bay awards 2008 og 2010, einnig Reader´s choice 2013 San Ramon Express, Best Breakfast, Katy´s Kreek er nr. 50 af 238 veitingastöðum í Walnut Creek hjá Trip Advisor.
- Reader´s choice 2013
- Best Breakfast
- American restaurant
- Ari Garðar Georgsson matreiðslumeistari
Einnig hefur staðnum hlotnast sá heiður að vera kosin Best Sunday Brunch Restaurant in San Francisco Bay, af áhorfendum Kron Chanel 4, líka The Best of Walnut Creek 2010, Best Brekfast og nú nýlega Kathy´s Kreek American restaurant, Best of 2013 Walnut Creek, og ekki má gleyma að þjónn hjá honum varð annar af tveim sigurvegurum í, Auchentoshan Switch West Coast Semi-Final Showdown.
Staðir hans hafa notið mikilla vinsælda fyrir morgunverð og til dæmis eru 12 mismunandi útgáfur af Egg Benedict á staðnum og ef menn vilja sjá meira af matseðlinum þá er það hægt hér á vefslóðinni: www.katyskreek.com
Er óhætt að segja að hann sé flottur fulltrúi lands og þjóðar í henni Ameríku og óskum við honum hér á veitingageirinn.is alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars