Markaðurinn
Áramótaídýfan sem slær alltaf í gegn
Þessi ídýfa toppar allar ídýfur, enda fékk hún nafnið milljón dollara ídýfa. Hún slær alltaf í gegn og það fyrsta sem klárast á veisluborðinu. Ídýfan er fljótgerð og einstaklega góð með snakki eða kexi við hvaða tilefni sem er.
Innihald
250 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi 10%
1 pakki Kims dipmix með sýrðum rjóma og púrrulauk
170 g rifinn 4 osta blanda frá Gott í matinn
½ rauðlaukur
6 stk beikonsneiðar
Graslaukur
Aðferð
- Hitið ofninn í 200 gráður, setjið bökunarpappír á bökunarplötu og eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Leyfið beikoninu að kólna.
- Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og Kims dipmix í matvinnsluvél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hér má einnig blanda saman við rauðlauk, beikoni og osti og láta matvinnsluvélina vinna blönduna í mjúka og slétta ídýfu. Fyrir þá sem vilja smá stökk undir tönn er betra að skera rauðlauk og beikon smátt niður og blanda saman við með sleif, ásamt ostinum.
- Setjið í skál og skreytið með stökku beikoni, graslauk og osti.
- Gott er að bera fram t.d. með salt og pipar snakki eða góðu kexi.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum