Markaðurinn
Áramótaídýfan sem slær alltaf í gegn
Þessi ídýfa toppar allar ídýfur, enda fékk hún nafnið milljón dollara ídýfa. Hún slær alltaf í gegn og það fyrsta sem klárast á veisluborðinu. Ídýfan er fljótgerð og einstaklega góð með snakki eða kexi við hvaða tilefni sem er.
Innihald
250 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi 10%
1 pakki Kims dipmix með sýrðum rjóma og púrrulauk
170 g rifinn 4 osta blanda frá Gott í matinn
½ rauðlaukur
6 stk beikonsneiðar
Graslaukur
Aðferð
- Hitið ofninn í 200 gráður, setjið bökunarpappír á bökunarplötu og eldið beikonið þar til það er orðið stökkt. Leyfið beikoninu að kólna.
- Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og Kims dipmix í matvinnsluvél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hér má einnig blanda saman við rauðlauk, beikoni og osti og láta matvinnsluvélina vinna blönduna í mjúka og slétta ídýfu. Fyrir þá sem vilja smá stökk undir tönn er betra að skera rauðlauk og beikon smátt niður og blanda saman við með sleif, ásamt ostinum.
- Setjið í skál og skreytið með stökku beikoni, graslauk og osti.
- Gott er að bera fram t.d. með salt og pipar snakki eða góðu kexi.

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle