Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Apéro Vínbar opnar á 2. hæð á Laugavegi 20b
Nýverið opnaði veitingastaðurinn Apéro Vínbar á 2. hæð á Laugavegi 20b en þar er boðið upp á mikið úrval af frönsku víni og kampavíni auk þess sem hægt er að fá smárétti sem passa vel með vínglasinu.
Á bak við Apéro Vínbar standa hjónin Marie-Odile Désy og Garðar Víðir Gunnarsson, sem bæði eru lögfræðingar að mennt en hafa þó ávallt haft mikinn áhuga og ánægju af góðum mat og víni. Apéro Vínbar er hugarfóstur Marie-Odile en hugmyndin kviknaði þegar hún stundaði MBA nám við Háskólann í Reykjavík og langaði til að hefja innflutning á frönskum vínum.
Nánari umfjöllun um staðinn er hægt að lesa á vef Fréttablaðsins með því að smella hér.
Mynd: facebook / Apéro Vínbar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun