Keppni
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
Grænmetiskokkur ársins 2025 fór fram í gær í IKEA, þar sem keppnin var haldin í sérútbúnum keppniseldhúsum við útgang verslunarinnar. Verðlaunaafhending fór fram í Bjórgarðinum í kvöld, þar sem úrslitin voru kunngjörð.
1. sæti – Andrés Björgvinsson
2. sæti – Monica Daniela Panait
3. sæti – Kamil Ostrowski
Um keppnina
Alls tóku fjórir keppendur þátt að þessu sinni:
Monica Daniela Panait – Hótel Geysir
Dominika Kulińska – Mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms
Andrés Björgvinsson – LUX veitingar
Kamil Ostrowski – Brak
Keppendur höfðu fimm klukkustundir til undirbúnings og hófu matreiðsluna með fimm mínútna millibili. Þeir elduðu þriggja rétta matseðil fyrir 12 manns, þar sem lögð var áhersla á tiltekin hráefni í hverjum rétti:
Forréttur: Tómatur, fennel og blaðsellerí
Aðalréttur: Arborio hrísgrjón, hvítur spergill og grasker
Eftirréttur: Basilíka, jarðarber og rjómaostur
Andrés Björgvinsson kemur til að keppa fyrir Íslands hönd á norrænu meistaramótinu Nordic Green Chef, sem haldið verður í Herning í Danmörku í mars á næsta ári.
Keppnin Grænmetiskokkur ársins er nú haldin í annað sinn á vegum Klúbbs matreiðslumeistara. Fyrsta keppnin fór fram árið 2024, en þá sigraði Bjarki Snær Þorsteinsson og keppti síðar fyrir Íslands hönd á Global Vegan Chef Europe í Rimini á Ítalíu. Þar hafnaði hann í þriðja sæti í keppnishópnum Europe North.
Fleiri fréttir frá keppninni um titilinn Grænmetiskokkur ársins.
Myndir: Mummi Lú

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu