Smári Valtýr Sæbjörnsson
Andreas Jacobsen heiðraður á lokakvöldverði Norðurlandaþings matreiðslumanna í Álaborg
Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku endaði með glæsilegri hátíðarveislu í Comwell hótelinu.
Kenneth Petersen yfirmatreiðslumeistari Comwell og hans starfsfólk stóðu sig með prýði enda ekki auðvelt að matreiða fyrir stóran hóp af matreiðslumönnum, 200 norrænir matreiðslumenn og gestir áttu yndislegt kvöld á hótelinu. Á hótelinu eru 198 nýstárleg herbergi, fjölskylduherbergi, A la carte veitingastaðinn Comwell White House, setustofu og bar, ráðstefnu og veislusal.
Yfir borðhaldinu voru verðlaunafhendingar í keppnunum „Nordic Chef Junior„, „Global Chefs Challenge„, „Global Young Chefs“ og „Nordic Waiter“ að auki voru heiðursverðlaunir veittar.
Andreas Jacobsen gjaldkeri Klúbbs Matreiðslumeistara var heiðraður með Cordon Rouge orðunni fyrir góð störf í félagsmálum.
Að auki var Einar Överás frá Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF), heiðraður með kosningu sem heiðursforseti NKF.
Myndir: Betina Fleron Hede / NKF
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús

























