Smári Valtýr Sæbjörnsson
Andreas Jacobsen heiðraður á lokakvöldverði Norðurlandaþings matreiðslumanna í Álaborg
Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku endaði með glæsilegri hátíðarveislu í Comwell hótelinu.
Kenneth Petersen yfirmatreiðslumeistari Comwell og hans starfsfólk stóðu sig með prýði enda ekki auðvelt að matreiða fyrir stóran hóp af matreiðslumönnum, 200 norrænir matreiðslumenn og gestir áttu yndislegt kvöld á hótelinu. Á hótelinu eru 198 nýstárleg herbergi, fjölskylduherbergi, A la carte veitingastaðinn Comwell White House, setustofu og bar, ráðstefnu og veislusal.
Yfir borðhaldinu voru verðlaunafhendingar í keppnunum „Nordic Chef Junior„, „Global Chefs Challenge„, „Global Young Chefs“ og „Nordic Waiter“ að auki voru heiðursverðlaunir veittar.
Andreas Jacobsen gjaldkeri Klúbbs Matreiðslumeistara var heiðraður með Cordon Rouge orðunni fyrir góð störf í félagsmálum.
Að auki var Einar Överás frá Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF), heiðraður með kosningu sem heiðursforseti NKF.
Myndir: Betina Fleron Hede / NKF
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var