Smári Valtýr Sæbjörnsson
Andreas Jacobsen heiðraður á lokakvöldverði Norðurlandaþings matreiðslumanna í Álaborg
Norðurlandaþing matreiðslumanna í Álaborg í Danmörku endaði með glæsilegri hátíðarveislu í Comwell hótelinu.
Kenneth Petersen yfirmatreiðslumeistari Comwell og hans starfsfólk stóðu sig með prýði enda ekki auðvelt að matreiða fyrir stóran hóp af matreiðslumönnum, 200 norrænir matreiðslumenn og gestir áttu yndislegt kvöld á hótelinu. Á hótelinu eru 198 nýstárleg herbergi, fjölskylduherbergi, A la carte veitingastaðinn Comwell White House, setustofu og bar, ráðstefnu og veislusal.
Yfir borðhaldinu voru verðlaunafhendingar í keppnunum „Nordic Chef Junior„, „Global Chefs Challenge„, „Global Young Chefs“ og „Nordic Waiter“ að auki voru heiðursverðlaunir veittar.
Andreas Jacobsen gjaldkeri Klúbbs Matreiðslumeistara var heiðraður með Cordon Rouge orðunni fyrir góð störf í félagsmálum.
Að auki var Einar Överás frá Noregi og fyrrverandi forseti Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF), heiðraður með kosningu sem heiðursforseti NKF.
Myndir: Betina Fleron Hede / NKF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar

























