Uppskriftir
Alvöru nautafilesteik Béarnaise
Nautakjöt með Béarnaise-sósu svíkur engan frekar en fyrri daginn.
Fyrir 4
Innihald
1 stk. nautafille (hryggvöðvi)
2 greinar garðablóðberg
1 geiri hvítlaukur
15 ml olía
30 g smjör
Bérnaise-sósa
250 ml smjör
2 eggjarauður
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. vatn
2 tsk. Béarnaise bragðefni eða 2 msk. hvítvínsedik eða smá sítrónusafi
Ferskt eða þurrkað fáfnisgras (estragon)
Salt og pipar
Aðferð
Nautahryggvöðvinn er hreinsaður
af sinum og fitum. Saltið og piprið. Steikin er grilluð vel á báðum hliðum (1–2 mín. á hvorri hlið). Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og látin hvíla í 10 mín.
Hrærið eggjarauður í hrærivél (eða í höndunum)
með Dijon-sinnepi. Færið yfir hita, með vatni í potti, svo gufan hiti upp skálina. Bætið í smjöri í mjórri hægri bunu, þynnið út með vatninu. Bætið í ediki eða bragðefni og kryddið til með fáfnisgrasi, salti og pipar. Passið að sósan hitni ekki of mikið því þá eldast eggjarauðurnar og sósan skilur.
Skerið í þunnar sneiðar
og stráið salti í sárin. Hryggvöðva þarf að skera þunnt svo hann verði ekki seigur.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?