Uppskriftir
Alvöru nautafilesteik Béarnaise
Nautakjöt með Béarnaise-sósu svíkur engan frekar en fyrri daginn.
Fyrir 4
Innihald
1 stk. nautafille (hryggvöðvi)
2 greinar garðablóðberg
1 geiri hvítlaukur
15 ml olía
30 g smjör
Bérnaise-sósa
250 ml smjör
2 eggjarauður
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. vatn
2 tsk. Béarnaise bragðefni eða 2 msk. hvítvínsedik eða smá sítrónusafi
Ferskt eða þurrkað fáfnisgras (estragon)
Salt og pipar
Aðferð
Nautahryggvöðvinn er hreinsaður
af sinum og fitum. Saltið og piprið. Steikin er grilluð vel á báðum hliðum (1–2 mín. á hvorri hlið). Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og látin hvíla í 10 mín.
Hrærið eggjarauður í hrærivél (eða í höndunum)
með Dijon-sinnepi. Færið yfir hita, með vatni í potti, svo gufan hiti upp skálina. Bætið í smjöri í mjórri hægri bunu, þynnið út með vatninu. Bætið í ediki eða bragðefni og kryddið til með fáfnisgrasi, salti og pipar. Passið að sósan hitni ekki of mikið því þá eldast eggjarauðurnar og sósan skilur.
Skerið í þunnar sneiðar
og stráið salti í sárin. Hryggvöðva þarf að skera þunnt svo hann verði ekki seigur.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.