Uppskriftir
Alvöru nautafilesteik Béarnaise
Nautakjöt með Béarnaise-sósu svíkur engan frekar en fyrri daginn.
Fyrir 4
Innihald
1 stk. nautafille (hryggvöðvi)
2 greinar garðablóðberg
1 geiri hvítlaukur
15 ml olía
30 g smjör
Bérnaise-sósa
250 ml smjör
2 eggjarauður
1 msk. Dijon sinnep
1 tsk. vatn
2 tsk. Béarnaise bragðefni eða 2 msk. hvítvínsedik eða smá sítrónusafi
Ferskt eða þurrkað fáfnisgras (estragon)
Salt og pipar
Aðferð
Nautahryggvöðvinn er hreinsaður
af sinum og fitum. Saltið og piprið. Steikin er grilluð vel á báðum hliðum (1–2 mín. á hvorri hlið). Síðan er lundin sett í ofnskúffu með garðablóðbergi, olíu og hvítlauk og látin hvíla í 10 mín.
Hrærið eggjarauður í hrærivél (eða í höndunum)
með Dijon-sinnepi. Færið yfir hita, með vatni í potti, svo gufan hiti upp skálina. Bætið í smjöri í mjórri hægri bunu, þynnið út með vatninu. Bætið í ediki eða bragðefni og kryddið til með fáfnisgrasi, salti og pipar. Passið að sósan hitni ekki of mikið því þá eldast eggjarauðurnar og sósan skilur.
Skerið í þunnar sneiðar
og stráið salti í sárin. Hryggvöðva þarf að skera þunnt svo hann verði ekki seigur.
Myndir og höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn











