Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru afmælisvika sem endar með einum af okkar bestu matreiðslumönnum Íslands sem gestakokki
Brasserie Kársnes er tveggja ára og því verður fagnað sérstaklega með afmælisviku sem hefst í dag 26. til 30. september.
„Þetta hefur gengið mjög vel, fólkið hérna í hverfinu hefur tekið vel á móti okkur, greinilegt að hverfisstaðir er að virka vel fólk þarf ekki alltaf að fara niður í bæ til að borða og njóta.“
Segir Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari og eigandi Brasserie Kársnes í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður hvernig gengið hefur með reksturinn síðastliðin tvö ár.
Sjá einnig: Brasserie Kársnes opnar
Vegleg afmælisveisla
Þriggja rétta afmælisseðill
Á afmælisvikunni verða allir kokteilar á 1.800 kr og þriggja rétta afmælisseðill á 9.950 kr.
Afmælisseðill 26. – 29. sept:
Rjómalöguð Humarsúpa með hvítsúkkulaði rjóma, foccacia brauði og þeyttu smjöri
Grillað Lambafille, kartöflukaka, hunangsbökuð nípa, ostrusveppir og bláberja-soð sósu
Brasserie Blonde, skyr ganache, bláber og bláberjasorbet
Sigurður Helgason verður gestakokkur
Afmælisvikan lýkur með pomp og prakt þar sem Sigurður Helgason (lesa fleiri fréttir um Sigurð hér) verður gestakokkur næstkomandi helgi, 29. og 30. september.
Sigurður mun matreiða fjögurra rétta afmælisseðil:
Vaffla og reyktur þorskur, vínber, hnúðkál og loðnuhrogn
Bleikja frá Haukamýri, dill, rúgbrauð, agúrka og hörpuskelskrem
Lambahryggsvöðvi í kartöflurösti, gulrætur, shallot laukur, kartöflumauk, rifsber og lamba soðgljái
Súkkulaði suffle og Chartreuse ís
10.950 kr
Bókið borð á dineout.is hér.
Skoðið heimasíðu Brasserie Kársnes: www.brasseriekarsnes.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin