Viðtöl, örfréttir & frumraun
Alvöru afmælisvika sem endar með einum af okkar bestu matreiðslumönnum Íslands sem gestakokki
Brasserie Kársnes er tveggja ára og því verður fagnað sérstaklega með afmælisviku sem hefst í dag 26. til 30. september.
„Þetta hefur gengið mjög vel, fólkið hérna í hverfinu hefur tekið vel á móti okkur, greinilegt að hverfisstaðir er að virka vel fólk þarf ekki alltaf að fara niður í bæ til að borða og njóta.“
Segir Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari og eigandi Brasserie Kársnes í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður hvernig gengið hefur með reksturinn síðastliðin tvö ár.
Sjá einnig: Brasserie Kársnes opnar
Vegleg afmælisveisla
Þriggja rétta afmælisseðill
Á afmælisvikunni verða allir kokteilar á 1.800 kr og þriggja rétta afmælisseðill á 9.950 kr.
Afmælisseðill 26. – 29. sept:
Rjómalöguð Humarsúpa með hvítsúkkulaði rjóma, foccacia brauði og þeyttu smjöri
Grillað Lambafille, kartöflukaka, hunangsbökuð nípa, ostrusveppir og bláberja-soð sósu
Brasserie Blonde, skyr ganache, bláber og bláberjasorbet
Sigurður Helgason verður gestakokkur
Afmælisvikan lýkur með pomp og prakt þar sem Sigurður Helgason (lesa fleiri fréttir um Sigurð hér) verður gestakokkur næstkomandi helgi, 29. og 30. september.
Sigurður mun matreiða fjögurra rétta afmælisseðil:
Vaffla og reyktur þorskur, vínber, hnúðkál og loðnuhrogn
Bleikja frá Haukamýri, dill, rúgbrauð, agúrka og hörpuskelskrem
Lambahryggsvöðvi í kartöflurösti, gulrætur, shallot laukur, kartöflumauk, rifsber og lamba soðgljái
Súkkulaði suffle og Chartreuse ís
10.950 kr
Bókið borð á dineout.is hér.
Skoðið heimasíðu Brasserie Kársnes: www.brasseriekarsnes.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








