Vín, drykkir og keppni
Alba og Einar til liðs við Himbrimi Gin
Alba E. H. Hough og Einar Örn Björgvinsson hafa verið ráðin til starfa hjá Brunnur Distillery ehf., sem framleiðir Himbrimi Gin.
Alba hefur tekið við stöðu framleiðslustjóra og Einar sem framkvæmdastjóri rekstrar.
Alba er flestum kunnug sem einn reynslumesti vínþjónn Íslands, og býr yfir áratuga reynslu í alþjóðlegum vínþjónakeppnum sem keppandi, dómari og þjálfari. Alba er framreiðslumaður að mennt. Hún státar gráðum frá Wine & Spirit Education Trust og Court of Master Sommeliers, er forseti Vínþjónasamtaka Íslands og margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. Alba starfaði áður sem yfirvínþjónn og veitingastjóri hjá Icelandair Hotels.
Einar Örn starfaði áður sem sérfræðingur á rekstrarsviði Isavia og þar áður hjá Íslandsbanka. Hann er með MBA gráðu í viðskiptafræði, diploma í fjármálum og BA gráðu í mann- og trúarbragðafræðum frá Háksóla Íslands.
“Það er gríðarlega dýrmætt að fá Ölbu og Einar til liðs við okkur, sérstaklega þar sem Brunnur Distillery er að stækka hratt um þessar mundir og það er margt spennandi framundan hjá okkur. Alba var með þeim fyrstu sem smakkaði Himbrimi gin þegar varan var í þróun árið 2013, og hvatti mig eindregið til þess að fara af stað með vöruna.
Hún hefur hvatt okkur til dáða síðan þá og það eru fáir sem ég treysti jafnvel til þess að sjá um að framleiða Himbrimi gin en hana. Einar er reyndur rekstrarmaður og er rétti maðurinn til þess að takast á við vaxtaverkirnir sem framundan eru hjá fyrirtækinu.”
Segir Óskar Ericsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Samsett mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi