Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ágóði Krabbameinsfélagsins af Bleika boðinu var um fjórar milljónir króna

Bleika boðið 2005.
Hluti hópsins sem sá um matreiðslu og framreiðslu í Bleika boðinu, ásamt fulltrúum frá Krabbameinsfélaginu. Aftari röð, frá vinstri: Sigmar Pétursson, Smári V. Sæbjörnsson, Guðjón Kristjánsson, Rúnar Þór Rúnarsson, Ottó Magnússon, Bárður Guðlaugsson og Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir. Fremri röð: Þorbjörn Ólafsson, Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnlaugsson markaðsstóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Elísabet Þorvarðardóttir og Evert Ingjaldsson.
Bleika boðið í Gerðarsafni í Kópavogi í lok september tókst mjög vel og er áætlað að ágóði Krabbameinsfélags Íslands verði rúmar fjórar milljónir króna.
Bleika boðið var fjáröflunarkvöldverður, sem efnt var til að frumkvæði Freistingar, klúbbs matreiðslumanna og bakara, til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini undir heitinu Bleika boðið. Nafnið tekur mið af Bleiku slaufunni, árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem félagið hefur staðið fyrir síðustu fimm ár í samvinnu við Samhjálp kvenna, Estée Lauder og fleiri aðila.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi með þessum hætti. Boðið var upp á sexréttaðan hátíðarmat og voru gestir um eitt hundrað. Fram komu ýmsir skemmtikraftar, flutt voru tónlistaratriði og haldið uppboð. Miðar voru einkum seldir til fyrirtækja sem gafst kostur á að leggja lið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini, en andvirði miðanna rann óskert til Krabbameinsfélagsins.
Sérstakir gestir voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, en hún er verndari Krabbameinsfélagsins.
Félagar í Freistingu sáu um matreiðslu, útskriftarnemar í framreiðslu við Hótel- og matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi sáu um framreiðslu, skólinn lánaði tæki og borðbúnað. Kópavogsbær styrkti verkefnið með láni á húsnæði, framleiðendur og innflytjendur matvæla og veitinga gáfu vörur og tónlistarmenn og skemmtikraftar gáfu vinnu sína eins og allir aðrir.
Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning og vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu mögulegt að Bleika boðið tækist eins vel og raun bar vitni. Stefnt er að því að hliðstæður hátíðarkvölverður verði árviss atburður til stuðnings baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





