Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ágóði Krabbameinsfélagsins af Bleika boðinu var um fjórar milljónir króna
Bleika boðið í Gerðarsafni í Kópavogi í lok september tókst mjög vel og er áætlað að ágóði Krabbameinsfélags Íslands verði rúmar fjórar milljónir króna.
Bleika boðið var fjáröflunarkvöldverður, sem efnt var til að frumkvæði Freistingar, klúbbs matreiðslumanna og bakara, til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini undir heitinu Bleika boðið. Nafnið tekur mið af Bleiku slaufunni, árveknisátaki um brjóstakrabbamein sem félagið hefur staðið fyrir síðustu fimm ár í samvinnu við Samhjálp kvenna, Estée Lauder og fleiri aðila.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi með þessum hætti. Boðið var upp á sexréttaðan hátíðarmat og voru gestir um eitt hundrað. Fram komu ýmsir skemmtikraftar, flutt voru tónlistaratriði og haldið uppboð. Miðar voru einkum seldir til fyrirtækja sem gafst kostur á að leggja lið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini, en andvirði miðanna rann óskert til Krabbameinsfélagsins.
Sérstakir gestir voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, en hún er verndari Krabbameinsfélagsins.
Félagar í Freistingu sáu um matreiðslu, útskriftarnemar í framreiðslu við Hótel- og matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi sáu um framreiðslu, skólinn lánaði tæki og borðbúnað. Kópavogsbær styrkti verkefnið með láni á húsnæði, framleiðendur og innflytjendur matvæla og veitinga gáfu vörur og tónlistarmenn og skemmtikraftar gáfu vinnu sína eins og allir aðrir.
Í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið meti mikils þennan stuðning og vilji koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu mögulegt að Bleika boðið tækist eins vel og raun bar vitni. Stefnt er að því að hliðstæður hátíðarkvölverður verði árviss atburður til stuðnings baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF