Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Agnar og Xavier opna þriðja 28-50 veitingastaðinn – Myndir frá undirbúningi

Birting:

þann

Þeir félagar Agnar Sverrisson matreiðslumaður og Xavier Rousset vínþjónn vinna nú að því að opna þriðja 28°-50° veitingastaðinn í London.  28°-50° veitingastaðirnir eru staðsettir Marylebone, Fetter Lane og sá þriðji á Maddox Street í London.  Agnar og Xavier eru einnig eigendur af veitingastaðnum Texture í London sem skartar 1 michelin stjörnu.

Nýi 28°-50° veitingastaðurinn er með sæti fyrir 90 manns, á tveimur hæðum og á efri hæðinni verður sjávarréttarbar fylltur upp með klaka, þar sem fjölmargir fiskréttir verða í boði.  Líkt og á hinum 28°-50° veitingastöðunum er lögð áhersla á rólegt umhverfi með vín á boðstólnum milli þeirra breiddagráða sem mynda nafn staðarins og matseðillinn verður afgreiddur allan daginn.

Í dag og næstu 7 daga verður svokölluð „pre-open“ á nýja 28°-50° staðnum, opnunarpartý verður síðan föstu-, og laugardaginn 6. og 7. september og formleg opnun 9. september næstkomandi.

Ég verð mikið á gólfinu fyrstu vikuna í hádeginu, en það er ekki nema fimm mínútna labb á milli Texture og nýja staðsins.

…sagði Agnar Sverrisson í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort hann kæmi til með að standa vaktina.

Ég er eingöngu á Texture, en það eru góðir strákar sem sjá um nýja 28°-50°, þeir Justin kokkur sem er búinn að vera tvö ár á Texture hjá mér og svo Ed Newman þjónn sem er búinn að starfa hjá okkur í fjögur ár.

 

28-50_Maddox_Street_london_twitterHægt verður að fylgjast vel með þeim félögum í tíst glugganum hér til hægri á forsíðunni (þar sem örvarnar sýna), þar sem fjölmargar myndir ofl. birtist á hverjum degi.

Við hjá veitingageirinn.is óskum Agnari og Xavier til hamingju með nýja veitingastaðinn og óskum þeim alls farnaðar í rekstri þess.

 

 

 

Myndir og myndatexti af twitter síðu 2850Restaurant

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið