Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Agnar og Xavier í tímaritinu Caterer and Hotelkeeper
Agnar Sverrisson og Xavier Rousset eru í nýjasta enska tímaritinu Caterer and Hotelkeeper, sem er eitt virtasta tímarit í Englandi, en það fjallar nú um nýja veitingastað þeirra félaga Texture.
Hér er fréttagreinin um Agnar og Xavier í tímaritinu Caterer and Hotelkeeper, en eftir nokkrar vikur kemur ýtarleg grein um þá í sama tímaritinu.
Eftirfarandi eru þeir fjölmiðlar sem hafa m.a. fjallað um Texture:
-
Vefsíðan squaremeal.co.uk skrifar um Agnar og Xavier hér
-
Fréttablaðið fjallaði um Texture og reynsluboltana Agnar Sverrisson og Xavier Rousset hér.
-
Morgunblaðið var að sjálfsögðu á sínum stað með fréttir úr veitingageiranum, en þessi frétt birtist í Morgunblaðinu.
-
Leiðsögu handbókin Harden´s um bestu veitingastaði í London, er með vefsíðu og fjallar um nýja veitingastaðinn Texture í þessari grein
-
Eins er hér (Pdf skjal) bæklingur sem kemur út 3-4 sinnum á ári með fréttir af Manoir og fleira og er dreift til allra fastagesti Manoir eða um 100 þúsund heimili.
-
Þeir félagar Agnar og Xavier voru fyrir rúmum mánuði síðan í Íslandi í dag ásamt Óskari Finnsyni matreiðslumeistara í viðtali á nýja veitingastaðnum. Smellið hér til að horfa á viðtalið.
-
Og ekki má gleyma veitingageirinn.is með þessa frétt hér, en það er fyrsta fréttin sem birt var í fjölmiðlum um nýja veitingastað þeirra Agnars og Xavier og höfum fylgst vel með.
Þess ber að geta að 5. september n.k., verður opnunarpartý hjá Texture.
Mynd: texture-restaurant.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






