Smári Valtýr Sæbjörnsson
Agern á lista yfir 10 bestu veitingastaði í New York
Norræn matargerð er greinilega að slá í gegn í New York. Matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason leiðir nýnorrænan veitingastað Claus Meyer í New York sem heitir Agern sem staðsettur er í Grand Central Terminal, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Agern hefur fengið lofsamlega dóma í New York Times þegar hinn virti veitingarýnir Pete Wells kom í heimsókn í ágúst s.l. og Lauren Scala hjá NBC var yfir sig hrifin af Agern svo fátt eitt sé nefnt. Nú á dögunum fékk Agern Michelinstjörnu en stjörnurnar eru ein æðsta viðurkenning sem veitingahúsi getur hlotnast.
Listi eftir Pete Wells yfir 10 bestu veitingastaði hefur verið birtur í New York Times og er Agern í 5. sæti.
Umfjöllun Pete um Agern:
„The ambitious Nordic invasion of Grand Central Terminal by the Danish entrepreneur Claus Meyer has many facets, including a food hall and a Danish hot dog stall, but Agern is the one that has food worth missing a train for. The chef of this comfortably formal restaurant is Gunnar Gislason, importing the philosophy of cooking with underappreciated ingredients from nearby that he follows at Dill in Reykjavik, Iceland.
The beet baked in ashes and salt that is carved at tableside, like a steamship round, may not be as exciting as its ceremony, but like much of the cooking, its flavors are honest and appealing. You can order à la carte or amble through the “field and forest” tasting menu ($140) or a nonvegetarian excursion ($165). Both prices include service and a round and tangy loaf of house-made sourdough with a memorably crackling crust.
★★★; Grand Central Terminal, 89 East 42nd Street, Midtown East; 646-568-4018; agernrestaurant.com.“
Vídeó
Með fylgir myndband þar sem lykil-starfsfólk Agern segir frá staðnum áður en hann opnaði:
Innilega til hamingju Gunnar Karl og starfsfólk Agern.
Myndir: agernrestaurant.com
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Klassískt og ómissandi frá Hafinu um jólin