Vín, drykkir og keppni
Áfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi

Hjónin David Furnish og Elton John, sem standa að baki nýjum áfengislausum freyðidrykk.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.
Tónlistargoðsögnin Elton John hefur stigið inn á drykkjamarkaðinn með útgáfu áfengislaua freyðivínsútgáfu sem ber nafn hans. Drykkurinn, Elton John Zero Blanc de Blancs, er kynntur sem 0 prósenta valkostur við kampavín og fæst nú hjá Sainsbury’s í Bretlandi á um tíu pund, sem jafngildir um 1.700 krónum.
Drykkurinn er unninn úr Chardonnay þrúgum frá Norður Ítalíu en framleiddur í Þýskalandi. Ólíkt flestum áfengislausum vínum, þar sem áfengið er fjarlægt eftir gerjun, er hann framleiddur frá grunni með gerjun sem myndar ekkert áfengi.

Elton John með nýja áfengislausa freyðidrykkinn sinn, Elton John Zero, Blanc de Blancs.
Mynd: eltonjohnzero.com
Til að ná meiri fyllingu er meðal annars notað grænt te og að lokum bætt varlega kolsýru til að tryggja fínlegt freyði.
Sölu og dreifingu annast Paul Schaafsma hjá Benchmark Drinks, sem hefur áður komið þekktum nöfnum á borð við Kylie Minogue og Gary Barlow inn á vínmarkaðinn.
Elton John, sem hefur verið edrú síðan 1990, og eiginmaður hans David Furnish segjast hafa saknað raunverulega hátíðlegs valkostar án áfengis við móttökur og samkvæmi. Það varð kveikjan að verkefninu. Áhersla er lögð á að verðið sé aðgengilegt og að drykkurinn höfði til breiðs hóps, líkt og tónlist Elton Johns sjálfs.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





