Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Áfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi

Birting:

þann

Áfengislaust freyðivín með nafni Elton Johns kominn í hillur í Bretlandi

Hjónin David Furnish og Elton John, sem standa að baki nýjum áfengislausum freyðidrykk.
Mynd: skjáskot úr myndbandi.

Tónlistargoðsögnin Elton John hefur stigið inn á drykkjamarkaðinn með útgáfu áfengislaua freyðivínsútgáfu sem ber nafn hans. Drykkurinn, Elton John Zero Blanc de Blancs, er kynntur sem 0 prósenta valkostur við kampavín og fæst nú hjá Sainsbury’s í Bretlandi á um tíu pund, sem jafngildir um 1.700 krónum.

Drykkurinn er unninn úr Chardonnay þrúgum frá Norður Ítalíu en framleiddur í Þýskalandi. Ólíkt flestum áfengislausum vínum, þar sem áfengið er fjarlægt eftir gerjun, er hann framleiddur frá grunni með gerjun sem myndar ekkert áfengi.

Áfengislaust freyðivín með nafni Elton Johns kominn í hillur í Bretlandi

Elton John með nýja áfengislausa freyðidrykkinn sinn, Elton John Zero, Blanc de Blancs.
Mynd: eltonjohnzero.com

Til að ná meiri fyllingu er meðal annars notað grænt te og að lokum bætt varlega kolsýru til að tryggja fínlegt freyði.

Sölu og dreifingu annast Paul Schaafsma hjá Benchmark Drinks, sem hefur áður komið þekktum nöfnum á borð við Kylie Minogue og Gary Barlow inn á vínmarkaðinn.

Elton John, sem hefur verið edrú síðan 1990, og eiginmaður hans David Furnish segjast hafa saknað raunverulega hátíðlegs valkostar án áfengis við móttökur og samkvæmi. Það varð kveikjan að verkefninu. Áhersla er lögð á að verðið sé aðgengilegt og að drykkurinn höfði til breiðs hóps, líkt og tónlist Elton Johns sjálfs.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið