Frétt
Á von á kæru eftir að hafa skrifað slæma gagnrýni um veitingastað á Tripadvisor
Sarah Gardner frá bretlandi er ein taugahrúga að hennar sögn eftir að veitingastaður hefur hótað því að kæra hana eftir að hún skrifaði slæma umsögn um veitingastaðinn á heimasíðunni Tripadvisor. Sarah skrifaði að starfsfólkið hafi verið dónlegt að maturinn hafi verið í besta falli í meðallagi. Hún gaf síðan veitingastaðnum verstu mögulegu einkunn á síðunni, eina stjörnu.
Veitingastaðurinn heitir High Rocks og er staðsettur í Kent-sýslu í Englandi. Sarah óraði ekki fyrir viðbrögðum veitingastaðarins, en í viðtali við breska blaðið Mirror sem að dv.is vekur athygli á, sagði hún að veitingastaðurinn hefði farið í „kjarnorkuham“ gegn sér. Nokkrum dögum eftir að hún skrifaði gagnrýnina fékk hún sent bréf frá lögfræðistofunni Cohen Davis Solicitors. Í bréfinu kom fram að ummælin sem hún hefði látið falla væru meiðandi og þar af leiðandi ólögleg. Bréfið var heilar ellefu blaðsíður að lengd og þar var farið um víðan völl.
Meðal annars kom þar fram sú skoðun veitingastaðarins að umsögn Söruh hefði kostað staðinn umtalsverðar tekjur.
„Skjólstæðingur okkar mun fara fram á skaðabætur frá þér vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir“
, segir í bréfinu.
Á dv.is kemur fram að lögfræðingarnir fari fram á ítarlegar upplýsingar um tímasetningu heimsóknar Söruh, hverjir snæddu með henni sem og kvittanir fyrir greiðslum.
Í lok bréfsins var síðan hótun um að hún yrði kærð fyrir ummæli sín ef að þau yrðu ekki dregin tilbaka.
Í áðurnefndri frétt Mirror kemur fram að Sarah hafi orðið fyrir áfalli þegar bréfið barst en að hún ætli að standa við orð sín. Mirror hafði þá samband við lögfræðistofuna sem að tjáði blaðinu að þeir ættu ekki von á góðu ef að fjallað yrði um meiðandi ummæli Söruh. Hún yrði kærð innan tíðar, að því er fram kemur á dv.is.
Mynd: skjáskot af google korti.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala