Greinasafn
Á að leyfa sölu áfengis í Matvöruverslunum?
Ég get reyndar ekki séð ástæðu fyrir því afhverju ætti að leyfa sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum. Kannski ætti að leyfa sölu á bjór en þetta ástand eins og það er í dag angrar mig ekki mikið. Ég versla mitt áfengi auðvitað í Átvr og hvort sem ég fer í Mjóddina, Kringluna eða Smáralind þá er Átvr ávallt handan við hornið og því er þetta ekki útúrdúr fyrir mig. Verslanir Átvr eru á öllum helstu þéttbýlisstöðum á landinu eða samtals 38 verslanir.
Það sem ég óttast er ekki það að unglingar komist auðveldar yfir áfengi, ég var einu sinni unglingur og ég veit alveg hve lítið mál er að komast yfir þennan forboðna drykk. Það sem ég óttast er þróunin í verslunarmálum eins og hún hefur verið undanfarið, verslanir eru opnar lengur og lengur og ég sé ekki annað en að áfengisverslanir komi til með að vera opnar 24 tíma á sólahring eins og sumar matvöruverslanir og bensínstöðvar eru nú þegar í dag. Verslanir sem selja áfengi verða því væntanlega fyrr eða síðar opnar allan sólahringin og því ákjósanlegt og auðvelt fyrir óprútna menn að ræna þær verslanir.
Eins og áður sagði þá angrar ástandið mig ekki í dag enda veita áfengisverslanir Ríkisins orðið nokkuð góða þjónustu í dag og eru með breitt vöruval á nokkuð sanngjörnu verði. Ég get heldur ekki séð það að áfengisverð eigi eftir að lækka bara því aukin samkeppni verður komið á því samkeppnin verður mjög mikil og ef á að veita góða þjónustu þarf annað hvort að þjálfa fólk upp og/eða ráða til þess fagfólk og ekki er nú mikið eftir af okkar ágætu þjónum að hægt yrði að manna fjölmargar verslanir með fagfólki.
Því held ég að við ættum að bíða með sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum. Flestir áfengir drykkir hafa verið framleiddir eftir kúnstarinnar reglum og meðhöndlaðir eftir það eftir ströngum reglugerðum og því finnst mér það óvirðing við vínið og framleiðendur þeirra að grípa með sér flösku af rauðvíni í matvörubúðum eins og hvern annan gosdrykk og þamba svo yfir matnum á þriðjudagskveldi.
Vín eru drykkir sem á að njóta, í góðum félagsskap og því skiptir engu máli hvar þeir eru keyptir, það skiptir máli með hverjum það er drukkið.
Elvar Örn – mars 2002
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum