Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala

Birting:

þann

Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala - Bonté

Radisson Blu hótelið í borginni Uppsala í Svíþjóð

Nýtt veitingahús hefur verið opnað í Radisson Blu hóteli sem staðsett er í borginni Uppsala í Svíþjóð. Staðurinn heitir Bonté, en hann opnaði föstudaginn 24. janúar s.l. Bonté, sem þýðir „gæði“ á frönsku, er franskt brasserie með áhrifum frá Suður-Evrópu. Það kemur í stað fyrri veitingastaðar hótelsins, Picnic, sem opnaði árið 2012.

Ann-Sophie Myrefelt, hótelstjóri Radisson Blu Hotel Uppsala, lýsir nýja veitingastaðnum sem hlýjum, notalegum með mun betra andrúmslofti en það sem áður var. Hún bendir á að bæði borgin og veitingahúsasenan hafi breyst mikið síðan 2012, og að nýja konseptið sé hannað til að höfða bæði til heimamanna og hótelgesta.

Við endurnýjunina var einnig sett upp nýr hótelbar með hefðbundnu barborði, sem hefur þegar sýnt jákvæð áhrif á sölu á kokteilum. Ann-Sophie tekur eftir að fólk fer nú út að borða á annan hátt en áður, með meiri áherslu á smárétti, sem var ekki eins algengt þegar Picnic opnaði.

Nýja veitingahúsið var hannað af hugmyndastofunni Konceptism fyrir hönd Winn Hotel Group, sem á og rekur Radisson Blu Hotel Uppsala.

Radisson Blu Hotel Uppsala, sem staðsett er við Metro stöðina, er með 185 herbergi og svítur, samtals um 380 rúm. Hótelið býður einnig upp á ráðstefnuaðstöðu með sex sölum og móttökusvæðum, þar sem stærsti salurinn rúmar allt að 70 manns.

Myndir: radissonhotels.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið