Vín, drykkir og keppni
WHO hvetur til aðgerða – Mikil áfengisdrykkja Evrópubúa veldur áhyggjum
Fullorðnir Evrópubúar drekka að meðaltali 9,2 lítra af hreinu áfengi árlega sem er met á heimsvísu, samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Stofnunin hvetur Evrópuþjóðir til að herða tafarlaust aðgerðir sínar til að sporna við áfengisneyslu. Aðgerðaleysi í þeim efnum sé dýru verði keypt í ljósi víðtækra og alvarlegra afleiðinga fyrir einstaklinga og samfélög.
Samkvæmt skýrslunni (Global status report on alcohol and health and treatment of substance use disorders) má rekja tæplega 800.000 dauðsföll í Evrópu ár hvert til áfengisneyslu sem eru um 9% allra dauðsfalla í álfunni. Um 90% dauðsfalla í Evrópu má rekja til langvinnra sjúkdóma , s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki og langvinnra öndunarfærasjúkdóma.
Áfengisneysla er áhættuþáttur margra langvinnra sjúkdóma og eru um 600.000 dauðsföll ár hvert af völdum þeirra rakin til áfengisneyslu. Þetta á einkum við um hjarta- og æðasjúkdóma, lifrarsjúkdóma og krabbamein. Nýgengi áfengistengdra krabbameina er hvað hæst í Evrópu á heimsvísu en vitund almennings um þá staðreynd að áfengi geti valdið krabbameinum er lítil segir í skýrslunni.
Bent er á að skaðinn af völdum áfengis sé mun víðtækari en birtist í dánartölum og aukinni sjúkdómsbyrði og snerti ekki aðeins þá sem neyta þess. Neyslan sundri fjölskyldum, hafi í för með sér heimilisofbeldi og önnur ofbeldisverk, valdi slysum og hafi neikvæð áhrif á andlega líðan og geðheilsu fólks.
Samkvæmt nýjustu samanburðarhæfum gögnum WHO um áfengisneyslu Evrópubúa (2019) neyttu karlar fjórfalt meira áfengis en konur, eða um 14,9 lítrum af hreinu áfengi á ári (kk) á móti 4 lítrum (kvk). Einn af hverjum tíu fullorðnum er talinn vera með áfengisvandamál og nærri einn af hverjum tuttugu með áfengisfíkn.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með hækkun áfengisgjalda, víðtækum takmörkunum á markaðssetningu áfengis og að draga úr aðgengi fólks að því. Þetta séu stjórntæki sem hafi reynst best til að minnka áfengisneyslu og draga úr skaðlegum afleiðingum hennar fyrir einstaklinga og samfélög.
Fréttatilkynning WHO um skýrsluna.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni18 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun