Vertu memm

Uppskriftir

Ljúffengar og góðar fiskibollur

Birting:

þann

Fiskibollur

Innihald

1 kg ýsa roðlaus og beinlaus
100gr hveiti
80 gr kartöflumjöl
1 ½ meðalstór laukur
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk hvítur pipar
1 ½ msk flögusalt

Aðferð

Hakkið saman ýsuna og laukinn, setjið þurrefni, egg, mjólk og krydd saman við.
Hrærið í hrærivél með K- spaðanum á miðlungshraða í ca 4 mínútur. Þar til allt er vel blandað og komin góð áferð á fasið.
Hitið pönnuna og setjið smávegis af olíu á hana.
Mótið fallegar bollur úr fasinu og steikið á pönnu, báðar hliðar.
Þar til bollurnar eru fallega gullinbrúnar á litinn.
Klárið að steikja bollurnar í gegn í ofni í ca 20  mínútur á 140 gráðum.

Mæli með góðu hrásalati, kartöflum og Bernaise sósu til að toppa þetta.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.  Fylgist með á instagram hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið