Keppni
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
Í gær var kynnt nýtt Kokkalandslið, en liðið mun hefja æfingar af fullum krafti í febrúar 2025 fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu í nóvember 2026.
Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æfingakvöldverðir byrja í september 2025, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá klúbbnum.
„Við erum mjög spennt fyrir þessum nýja hópi. Liðið er samsett af einstakri blöndu af reynslumiklum keppendum og fagmönnum sem eru að byrja sinn keppnisferil.
Okkur hlakkar til vinnunnar framundan og erum bjartsýn á árangur á heimsmeistaramótinu“.
Segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
Meðlimir Kokkalandsliðsins
Liðið samanstendur af áhugaverðri blöndu hæfileikaríkra kokka, fyrsta má nefna reynsluboltana í liðinu:
Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliða (Múlakaffi)
Gabríel Kristinn Bjarnason (Expert)
Kristín Birta Ólafsdóttir (Grand hótel)
Jafet Bergmann Viðarsson (Torfhús)
Úlfar Örn Úlfarsson (Fröken Reykjavík)
Hugi Rafn Stefánsson (OTO)
Bjarki Snær Þorsteinsson (Dæinn)
Svo eru það nýliðarnir sem eru að hefja keppnisferil sinn innan landsliðsins:
Wiktor Pálsson (sjálfstætt starfandi)
Bjarni Ingi Sigurgíslason (Von Hafnafirði)
Logi Helgason (Strikið Akureyri)
Andrés Björgvinsson (Lúx veitingar)
Stefán Laufar (Múlakaffi)
Bianca Tiantian Zhang (Sandholt bakarí)
Ekki má gleyma aðstoðarmönnum liðsins sem oftast eru nemar í faginu en nú þegar eru fjórir nemar skráðir sem aðstoðarmenn, en þeir eru:
Alexander Brynjarsson
Jakob Árni Kristinsson
Hákon Orri Stefánsson
Kjartan Bragi Jónsson
Þjálfari liðsins
Snædís Jónsdóttir mun þjálfa liðið, en hún þjálfaði einnig liðið sem náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í febrúar síðastliðin. Snædís byrjaði sem aðstoðarmaður landsliðsins 2016 og var fyrirliði hópsins sem náði á pall á Ólympíuleikunum 2020.
-
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir landsliðsþjálfari
Myndir: Ruth Ásgeirsdóttir
- Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði
Það ert Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur Kokkalandsliðið sem er fulltrúi Íslands á stærstu alþjóðlegu matreiðslukeppnum kokkalandsliða HM & Ólympíuleikum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









