Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hátíðin RCW stækkar og stækkar

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Week - RCW - 2025

Reykjavík Cocktail Weekend verður að Reykjavík Cocktail Week í fyrsta skiptið 2025 og er því stærsta kokteilahátíð landsins að verða enn stærri.

Hátíðin verður haldin 31. mars til 6. apríl 2025 og bætast þannig tveir dagar við þessa uppskeru hátíð kokteilsins á Íslandi.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2014 og var markmiðið með henni að fá alla helstu bari, veitingahús og vínbirgja Reykjavíkur til þess að vinna saman að því að efla bar menningu í borginni.

Reykjavík Cocktail Weekend 2024 - Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari í kokteilagerð

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari í kokteilagerð 2024.
Mynd frá RCW í ár / Myndina tók Sigurður Valdimar

Aðal viðburður hátíðarinnar, Reykjavík Cocktail Week Expo verður á sínum stað í Hörpu miðvikudaginn 2. apríl þar sem Íslandsmeistaramót Barþjóna fer einnig fram.

Áhugasamir geta fylgst með á instagram og facebook reikningi Barþjónaklúbbsins. Einnig munu allar upplýsingar varðandi hátíðina birtast á bar.is þegar nær dregur.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið