Viðtöl, örfréttir & frumraun
24 ára afmæli Tapasbarsins fagnað með pomp og prakt
Í dag fagnar Tapasbarinn 24 ára afmæli með pompi og prakt. Staðurinn opnar kl. 16.00 verður fullur af sjóheitri stemningu, glimmeri, dansi og gleði. Sirkus Íslands kíkir við
ásamt súperstjörnunni Siggu Kling, Blaðraranum, Glimmerstöðinni og fleiri frábærum gestum.
Hinn eini sanni Páll Óskar startar frábæru kvöldi og skemmtir milli 16.30 og 17.00!
Eins og síðustu ár verða veitingar og veigar á afmælisverði.
10 vinsælustu tapasréttirnir 1.490 kr.
Marineraðar lambalundir með lakkríssósu
Túnfiskur með avókadómauki, chili-furuhnetu salsa og tapioca
Steiktur saltfiskur með pesto og sætkartöflumús
Risarækjur al ajillo með chorizo og hvítlauks-chorizo smjörsós
Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum,blómkálsmauki og alioli
Serrano með melónu og piparrótarsósu
Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór-karamellusósu,blómkálsmauki og svartrót
Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu
Nautalund með trufflusveppa-duxelles og bourgunion sveppasósu
Blómkál marinerað með saffran með lime-pistasíu vinaigrette, blómkálsmauki og granateplum
Heimsfræga súkkulaðiterta Tapasbarsins með berjacompoté og þeyttum rjóma kostar 990 kr.
Það er um að gera að panta borð strax í dag. Síðustu ár hafa færri komist að en vildu.
Að auki stendur yfir afmælisleikur á facebook og vinningarnir eru ekki af verri endanum, en í aðalvinning er sólarferð til Spánar að verðmæti 250.000 kr. með Úrvali Útsýn.
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að fara inn á facebook síðu Tapasbarsins hér. Dregið verður út í afmælisleiknum á morgun fimmtudaginn 10. október.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið18 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






