Viðtöl, örfréttir & frumraun
Óskar Finnson dæmir í einni virtustu steikarkeppni í heimi
„Þessi ferð mín út núna til Amsterdam á keppnina er hugsuð sem upphaf Finnsson á steikarmarkaðinn, halda áfram þeirri braut sem við höfum verið að feta síðustu mánuði.
Það má segja að ég sé að leyfa ástríðunni að blómstra áfram og nýta þá kunnáttu sem ég hef. Ég er búinn að vera svo lengi í þessum steikarheimi og steikur eru bara líf mitt og yndi,“
segir Óskar Finnsson matreiðslumeistari í samtali við mbl.is.
Óskar er kominn í hóp dómara á World Steak Challenge, sem er risakeppni á milli steikarframleiðenda um bestu steikina í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingi hlotnast sá heiður en World Steak Challenge er ein virtasta steikarkeppni í heimi.
Keppnin stendur yfir í tvo daga og verður haldin 10. og 11. september næstkomandi í borginni Amsterdam í Hollandi.
Helstu kjötnördar í heiminum
„Þetta er mjög vel skipulögð keppni og áhugavert að fylgjast með ferlinu og hversu vel er haldið utan um allt. Ég hef fengið nokkra tölvupósta um tilhögun keppninnar, hvað má gera og hvað ekki.
Þessi keppni er búin að vera haldin síðan 2015. Í keppninni eru saman komnir helstu kjötnördar í heiminum, þetta eru annars vegar kokkar og hins vegar kjötbúðareigendur sem eiga stóru kjötbúðirnar í Evrópu.
En það kemur kjöt frá öllum heiminum þarna inn, þannig að þeir sem fá verðlaun, gull, silfur og brons geta sett það á vöruna sína, sem er mikill gæðastimpill.“
Segir Óskar í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um keppnina hér.
Mynd: facebook / Finnson Bistro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






