Markaðurinn
Næringarík spergilkálssúpa með lauk og sellerí
Innihaldslýsing:
2-3 msk ólífuolía
250 g laukur
100 g sellerí
1 kg spergilkál
1 1/2-2 ltr vatn/grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur
3-4 lárviðarlauf
Sjávarsalt
Hvítur pipar
Leiðbeiningar:
Laukurinn skorinn smátt og settur í pott ásamt ólífuolíunni.
Leyft að malla á lágum hita í 5-6 mínútur, áður en smátt skornu selleríi er bætt saman við.
Spergilkálið skorið til og bætt í pottinn, stilkarnir skrældir og skornir í litla bita og blómin í örlítið stærri bita.
Þessu leyft að malla þar til allt er orðið vel mjúkt.
Örlitlu sjávarsalti er bætt í pottinn og meira vatni ef þarf.
Sjóðið súpuna í smástund, eða þar til allt er orðið vel soðið í gegn.
Maukið allt vel, hitið upp og smakkið til með salt og pipar.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa