Frétt
Þetta litarefnið er ekki leyfilegt sem matvæli og er ekki öruggt til neyslu
Matvælastofnun varar við neyslu á Ultimate Methyl blue frá Earth Harmony sem Mamma veit best ehf. flytur inn og selur í verslun sinni. En litarefnið er ekki leyfilegt sem matvæli og ekki öruggt til neyslu. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Innköllun á við allar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Earth Harmony
- Vöruheiti: Ultimate Methyl Blue
- Framleiðandi: Earth harmony
- Innflytjandi: Mamma veit best ehf, Dalbrekka 30, 200 Kópavogi
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: LOT 22E24B/ 05-2026
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
- Dreifing: Mamma veit best ehf
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar til endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Starfsmannavelta23 klukkustundir síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum