Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnuð bjórhátíð á Akureyri – Myndaveisla
- Tony mætti á svæðið og eldaði fræga réttinn Paella
Bjórhátíð Lyst var haldin síðastliðan helgi í Lystigarðinum á Akureyri og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin með þessu sniði, en sú fyrsta var einungis með eitt brugghús.
13 brugghús tóku þátt í ár en þau voru:
Húsavík Öl
Mývatn Öl
6A kraftöl
Álfur
Dokkan
Borg
Kaldi
Og natura
Segull 67
Gæðingur
Beljandi
Malbygg
Vínkeldan
Tilboð var á mat og bjór á fjölmörgum veitingastöðum á Akureyri alla helgina.
Íslenskur bjór, góður matur, flottir tónleikar var þemað í ár. Aðaldagurinn var á laugardeginum þar sem mörg af bestu brugghúsum landsins mættu með sína bestu sumarbjóra á dælu, ásamt því að grilla pizzur, Majó sushi var á staðnum og allskyns bakkelsi á boðstólnum. Um kvöldið hélt fjörið áfram með lifandi tónlist og meiri bjór.
Í ár voru tvö tónlista atriði en RAKEL og laura Roy spiluðu yfir hátíðina kl. 16:00. Una Torfadóttir var með tónleika um kvöldið kl 21:00.
Með fylgja myndir frá hátíðinni sem að Reynir Grétarsson, veitingamaður Lyst og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, tók og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars