Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Slippurinn opnar krúttlegan matarvagn
Nýr matarvagn hefur verið opnaður í Vestmannaeyjum sem heitir Slippurinn og er það fjölskyldan á bak við Slippinn sem eru rekstraraðilar.
„Litli dúllu matarvagninn okkar opnaði í dag sem elsku pabbi er búinn að vera gera upp til hliðar við strandveiðarnar sem hófust í byrjun maí. Það er frekar einstakt að vagninn opnar á sjálfri sjómannadagshelginni.“
Segir í tilkynningu frá Slippnum.
Á boðstólnum eru þorskvængir, fisk og franskar og sósur með, og allt gert frá grunni af ást og alúð, eins og þeim einum er lagið. Þegar komið er meiri reynsla á vagninn, þá má vænta fleiri rétti á matseðilinn.
Vagninn verður staðsettur á Vigtartorginu í sumar og kokkurinn Mario mun standa vaktina og taka á móti fólki með bros á vör.
- Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari
- Kokkurinn Mario klár í slaginn
Myndir: facebook / Slippurinn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita