Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sölvi B. Hilmarsson sæmdur Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara

Bræðurnir Bjarki Ingþór formaður orðunefndar og Sölvi B. Hilmarssynir og Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var nýverið á hótel Geysi í Haukadal var Sölva B. Hilmarssyni matreiðslumeistara veitt Cordon Bleu orða Klúbbs matreiðslumeistara en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
Sölvi er Selfyssingur en hefur starfað víða um land þó lengst af á suðurlandi. Áhugi Sölva fyrir matreiðslu byrjaði mjög snemma með allskonar tilraunastarfsemi á æskuheimilinu þar sem hann eldaði hádegismat fyrir fjölskylduna.
Formlegt nám hófs svo á Aski á Suðurlandsbraut en klárði svo námið hjá Lárusi Loftssyni á Veitingamanninum en Sölvi tók svo við rekstrinum ásamt fleirum.
Eftir einhvert flakk um landið, þar sem hann starfaði t.d. á Laugum fór Sölvi aftur á Selfoss þar sem hann hóf störf hjá Sælkeravinnslunni og tók svo yfir þann rekstur og rak veisluþjónustu á suðurlandi til margra ára ásamt því að reka verslunina Rimlakjör á Litla Hrauni.
Sölvi hefur undanfarið ár starfað í Hvíta húsinu á Selfossi, hann tók þátt í stofnun KM suðurland haustið 2023 og er í forsvari fyrir deildina ásamt Bjartmari Pálmasyni og Bjarna Hauk Guðnasyni.
Það er sjaldan lognmolla í kringum Sölva og var hann ritari í stjórn KM 2006-2007 ásamt því að hafa verið með rétt á Hátíðarkvöldverði KM.
Sjá einnig: Óskar Finnsson sæmdur Cordon Bleu
Sjá einnig: Snædís Xyza Mae Ocampo sæmd Cordon Bleu
Myndir: kokkalandslidid.is

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni1 dagur síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan