Vín, drykkir og keppni
Vel heppnað PopUp hjá Grétari íslandsmeistara í kokteilagerð
Nú á dögunum var enginn annar en Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð með PopUp á Diamond Lounge & Bar í Keflavík þar sem hann töfraði fram spennandi og framandi kokteila.
„Við erum enn í svaka stuði eftir eftirminnilegt kvöld á Diamond Lounge & KEF Restaurant á Hótel Keflavík þegar við öðluðumst þann heiður að fá Íslandsmeistarann, Grétar Matthíasson, í kokteilagerð í heimsókn á barnum okkar sem endaði með æðislegu kvöldi í hjarta Keflavíkur.“
Sagði Karen Sigurðardóttir, veitingastjóri í samtali við veitingageirinn.is
Grétar sem er þekktur fyrir hans hæfni bak við barinn hristi ferska og fallega vorkokteila sem féllu vel í kramið hjá bæjarbúum. Stemningin var smitandi og fljótt varð barinn stappaður af gestum spenntir að sjá meistarann að verki.
En Grétar sá ekki aðeins um að þjónusta gesti með glæsilegum drykkjum heldur deildi hann uppskriftum sínum með barþjónum staðarins og kenndi þeim eitt og annað trix sem þær gætu haft áfram í farteskinu.
„Erum afar þakklát fyrir þetta skemmtilega POP UP og þökkum þeim sem mættu og nutu með okkur. Hlökkum til fleiri POP UP tilefna hjá okkur á Diamond Lounge & KEF Restaurant og erum spennt að fá Grétar vonandi sem fyrst aftur í heimsókn.“
Sagði Karen að lokum.

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni