Uppskriftir
Lauksúpa – Heil máltíð í einni súpu
Það sem til þarf (fyrir fjóra):
200 g laukur
30 g smjör
1 L kjötseyði (bouillon) eða vatn
1/2 tsk. timian
salt, pipar
hvítlaukur
4 þunnar franskbrauðsneiðar, vel ristaðar
4 sneiðar tilsitterostur, um 4 mm á þykkt.
Aðferð:
Afhýðið laukinn og sneiðið þunnt Bræðið smjörið í þykkbotna potti, kraumið laukinn í smjörinu.
Bætið soðinu í.
Kryddið með timian, salti og nýmuldum hvitum pipar eftir smekk. Látið sjóða í 15 mínútur. Kryddið með hvítlauk, þegar tvær mín. eru eftir af suðutímanum, en honum má líka sleppa ef vill.
Ausið súpunni upp í heita eldfasta súpubolla.
Mótið ristuðu brauðsneiðamar eftir stærð bollanna. Leggið þær ofan á súpuna og ostsneiðarnar þar ofan á. Glóðið við yfirhita í ofni.
Höfundur er Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins